Í dag fara fram fjórir leikir í 16-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar sem stendur yfir á Spáni. Komið er að útslætti nú að lokinni riðlakeppni en það eru Bandaríkjamenn og nágrannar þeirra frá Mexíkó sem ríða á vaðið en þeir úr Suður-Ameríkunni eru í 16-liða úrslitum HM í fyrsta sinn í 40 ár!
Viðureign Bandaríkjanna og Mexíkó hefst kl. 16:00 að staðartíma í Barcelona eða kl. 14:00 að íslenskum tíma. Flestir, og þeir hafa örugglega rétt fyrir sér, gera fastlega ráð fyrir sigri Bandaríkjanna í leiknum og jafnvel nokkuð auðveldum í þokkabót.
Leikir dagsins í 16-liða úrslitum HM:
Bandaríki-Mexíkó (14:00 ísl. tími)
Frakkland-Króatía (16:00 ísl. tími)
Dóminíska lýðveldið-Slóvenía (18:00 ísl.tími)
Spánn-Senegal (20:00 ísl.tími)