spot_img
HomeFréttir16 ára liðið spilar um þriðja sætið

16 ára liðið spilar um þriðja sætið

17:22

{mosimage}

Danmörk vann Ísland 73-61 í lokaleik U-16 drengja. Þar með spilar Ísland um 3. sætið á morgun gegn Finnlandi. Ísland þurfti að vinna með 14 stiga mun til þess að koma í úrslitin. Slæm byrjun á leiknum varð Íslandi að falli.

Byrjunarlið Íslands: Þorsteinn Ragnarsson, Oddur Birnir Pétursson, Andri Þór Skúlason, Kristófer Acox og Valur Valsson.

Oddur Birnir lék á ný með Íslandi eftir að hafa hvílt í gær en hann átti við smávægileg meiðsli að stríða. Oddur stimplaði sig glæsilega inn í leikinn en hann skoraði þriggja-stiga á fyrstu mínútu en eftir það tóku Finnarnir öll völd og keyrðu upp muninn í 7-3 og 24-7. Staðan var 24-9 að loknum fyrsta leikhluta. Boltinn vildi ekki ofaní en strákarnir voru að fá nokkur mjög góð skot.

Annar leikhluti var mun betri hjá Íslandi en þeir náðu að saxa á forskot þeirra rauðklæddu. Þeir juku hann reyndar í 19 stig 30-11 enþá kom góður kafli hjá Íslandi og munurinn var orðinn 11 stig þegar hálfleikurinn var á enda 40-29.

{mosimage}

Ísland átti frábæra byrjun í seinni hálfleik og danski þjálfarinn var orðinn nokkuð taugastrekktur. Ísland skoraði fyrstu sjö stigin og minnkaði muninn í fjögur stig 40-36 og alvöru leikur á ferðinni. Þá komu tvær þriggja stiga körfur frá Danmörku og munurinn orðinn tíu stig. Liðin skiptust á smá skorpum út leikhlutann og munurinn var aðeins fimm stig þegar fjórði hófst 56-51.

Danirnir skoruðu fyrstu fjögur stig fjórða leikhluta og svo svarað Ísland með öðrum fjórum og munurinn fimm stig. En þá kom góður kafli hjá Dönum þar sem þeir skoruðu níu stig gegn engu og munurinn orðinn 14 stig á ný. Þetta reyndist strákunum og stór biti og Danir unnu að lokum 12 stiga sigur 73-61.

Það vantaði herslumuninn nokkrum sinnum að strákarnir kæmust á flug og færu yfir en það er erfitt að elta allan tímann en slæm byrjun auðveldaði þeim ekki dagsverkið.

Strákarnir spila þá um þriðja sætið á morgun gegn Finnum en sá leikur hefst kl. 10.30(08.30 að íslenskum tíma)

{mosimage}

Stig:
Kristófer Acox 14 stig
Valur Orri Valsson 12 stig
Oddur Birnir Pétursson 11 stig
Ágúst Orrason 8 stig
Þorsteinn Ragnarsson 4 stig
Matthías Sigurðarson 3 stig
Maciej Baginski 3 stig
Arnar Björnsson 2 stig
Emil Karel Einarsson 2 stig
Andri Daníelsson 2 stig
Andri Þór Skúlason spilaði en skoraði ekki.

www.kki.is

myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -