{mosimage}
Íslenska landsliðið tapaði sínum öðrum leik í B-deild Evrópukeppninnar í gær gegn Georgíu 80-65 í Tblisi fyrir framan 10 þúsund áhorfendur. Brenton Birmingham var stigahæstur íslensku leikmannanna með 22 stig og Jakob Sigurðarson skoraði 11.
Staðan eftir fyrsta fjórðung var 19-13, 38-27 í hálfleik, 58-46 eftir þriðja leikhluta og lokatölur leiksins urðu 80-65.
Stigahæstur hjá Georgíumönnum var Zaza Pachulia með 21 stig og 12 fráköst.
Næsti leikur íslenska liðsins er á miðvikudag gegn Lúxembourg.