spot_img
HomeFréttir15 bestu einstaklingsframtökin í úrslitakeppni NBA

15 bestu einstaklingsframtökin í úrslitakeppni NBA

Úrslitakeppni NBA hefur boðið okkur upp á frábær tilþrif og flott einstaklingsframtök það sem af er líkt og Kevin Durant bauð okkur upp á (36 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar) núna 7. maí. Það má samt sem áður segja að þessi framvistaða fölni ef við berum hana saman við nokkur af ótrúlegustu framvistuðum í úrslitakeppninni til þessa.
 
Til þess að taka þessa samantekt saman var notast við lista frá Basketball-reference.com og verður að athuga að ekki er alltaf til full tölfræði og takmarkað hversu langt aftur hún nær. Leikjum er raðað nánast eftir tölfræðiþáttum en þáttur leikmanns í leikjum og hvort leikurinn vannst eða ekki er einnig tekinn inn í dæmið.
 
Til þess að koma í veg fyrir að Michael Jordan tæki flest öll sæti á listanum var hann takmarkaður niður í tvo leiki en MJ á stigamet í sex af þeim 12 leikjum sem tróna á toppi listans frá upphafi.
 
Hér eru hins vegar 15 frábær framtök frá leikmönnum í úrslitakeppni NBA
 
15. John Stockton (24 stoðsendingar og 23 stig)
Magic Johnson og John Stockton tróna í fyrsta og öðru sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar í úrslitakeppninni. Það er skemmtilegt að sjá að í þeim fimm leikjum þar sem gefið hafa verið yfir 20 stoðsendingar og skoruð 20 stig af leikmanni eru þeir í fjórum þeirra báðir með tvennu.
 
Af þessum 20/20 leikjum er framvistaða Stocktons sennilega merkilegust (24 stoðsendingar og 23 stig) af þeim sökum að hann jafnaði met Johnsons yfir flestar stoðsendingar en Magic skoraði aðeins 7 stig í þeim leik. Stockton kom því nálægt hið minnsta 71 stigi af þeim 109 sem Utah Jazz skoraði í þessum leik.
 
14 Charles Barkley (56 stig með 74,2% nýtingu)
Þeir eru 33 leikirnir þar sem einstaklingur hefur skorað yfir 50 stig í úrslitakeppninni og í 28 þeirra hefur prósentutalan verið í og við 50%. Í aðeins einum leik hefur talan farið yfir 70% eða þegar Barkley gerði það.
 
Eins og flestir þeir sem stunda íþróttir þá koma dagar þar sem þér líður bara frábærleg. Þessi dagur var einn þeirra fyrir Barkley þar sem hann plantaði niður 38 stigum í fyrri hálfleik þegar Suns slógu út Warriors.
 
Í raun eru aðeins tveir leikmenn í sögunni sem skorað hafa meira í stökum leik úrslitakeppninnar, Elgin Baylor (61) og Michael Jordan (63)
 

 

13 Tim Duncan (Næstum ferna)
Þá má deila um hvort Duncan sé ekki einn sá besti sem hefur sést í deildinni síðan hann kom inn í hana en það er auðvelt að segja að hann eigi ekki jafn marga stuðningsmenn og Koby Bryant. Að hluta til má kenna því um að hann spilar í klúbbi sem ekki er jafn stór á heimsvísu og Lakers og í raun er flestum sama um San Antonio Spurs.
 
Hvað sem því líður þá er Duncan frábær miðherji og hefur hann verið sá eini sem var á barmi þess að kreista fram fernu. Hann átti í höggi við tvo af betri varnarmönnum deildarinnar þá, Dikembe Mutombo og Jason Collins, en náði samt sem áður að koma með línu sem fékk menn til að gapa. 21 stig, 20 fráköst, 10 stoðsendingar og 8 blokk var það sem hann bauð upp á.
 
Í leik eitt sömu viðureignar var Duncan með tölur sem hefðu getað skilað honum inn á listann, ef ekki hefði verið fyrir næstum fernuna, en þá skoraði hann 32 stig, tók 20 fráköst, gaf 6 stoðsendingar, var með 7 blokk og 3 stolna bolta og var nærri því að ná 5 af 5 sem aldrei hefur verið gert áður.
 
En í ljósi þess að þetta var í því sem hefur verið valið sem lélegasta úrslitakeppnin frá upphafi voru fáir sem fylgdust með þessari vösku framgöngu Duncan
 
12. Bob Cousy, (53 stig, 32 víti, 66 mínútur)
Bob Cousy tók til verka í fjórframlengdum leik 21. mars 1953 þar sem hann spilaði 66 mínútur (venjulegur leikur er 48 mín) og skoraði 53 stig. Hann setti einnig met í vítaskotum þegar hann tók 32 vítaskot (setti niður 30 þeirra) þó svo að metið yfir flest vítaskot í einum leik hafi verið slegið (Shaq 39 og 18).
 
En fyrir mann eins og Cousy, sem ekki vó nema rétt um 80 kg, hlýtur það að hafa spilað 66 mín og farið þetta oft á línuna að hafa tekið vel á líkamann. Veltir maður því fyrir sér að barsmíðar sem þessar í þetta langan tíma geti bara ekki verið hollt fyrir mannslíkamann almennt.
 
11 LeBron James (25 stiga loka geðveiki)
Mikið var þrefað um það að James gæti ekki klárað leiki fyrir nokkrum tímabilum síðan og fékk hann viðurnefnið LeChoke fyrir vikið. En í leik gegn Detroit Pistons sýndi hann þessa „vélrænu“ hlið á sér í fyrsta skiptið. Cleveland voru undir gegn Pistons og þá tók LeBron leikinn í sínar hendur. Hann setti niður 25 stig í röð og 29 af síðustu 30 stigunum liðsins Þegar klukkan sýndi 7:48 af fjórða leikhluta skoraði Zydrunas Ilgauskas síðustu körfu allra leikmanna Cleveland fyrir utan James.
 
LeBron gjörsamlega bar liðið uppi í gegn um lok leiksins, því næst gegn um fyrri framlengingu og svo í gegn um aðra framlengingu. Cleveland vann leikinn á endanum og það var vel við hæfi að King James setti niður sniðskot til að koma Cleveland tveimur stigum yfir og skilja eftir 2 sek á klukkunni.
 

 

10 Elgin Baylor (61 stig og 21 frákast)
Þeir eru nokkrir meistararnir sem vert hefði verið að sjá spila á meðan þeir voru á lífi eða upp á sitt besta. Það að horfa á þessa kalla á youtube í lélegum gæðum er bara ekki það sama. Á meðal þessara manna er Elgin Baylor. Ef telja má upp alla þessa hálofta-, ofuríþrótta-, loftfimleika-kalla á borð við David Thompson, Julius Erving, Michael Jordan, Kobe Bryant og LeBron James var Elgin Baylor fyrstur þeirra til að spila fyrir ofan hring.
 
Jafnframt er hann fyrsti leikmaðurinn til að rjúfa 60 stiga múrinn í úrslitakeppninni en það gerði hann gegn Boston Celtics árið 1962. Hann gerði 61 stig og tók 21 frákast í þá leik aldarinnar.

 

9 Charles Barkley (40 stiga þrennan)
Charles Barkley hefur átt marga frábæra leiki í úrslitakeppninni en í ljósi þess að hann hefur aldrei unnið titilinn né var hann talinn sem fyrirmynd fyrir aðra átti fólk til með að líta fram hjá honum hvað söguna varðar.
 
Einn af bestu leikjum í sögu úrslitakeppninnar átti sér stað 14 maí 1994 þegar Barkley setti metið fyrir flest stig skoruðu í þrennu (43 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar). Þetta var þegar Phoenix Suns og Seattle SuperSonics áttust við og á endanum voru það Suns sem kláruðu seríuna. Í leik sjö setti Barkley niður 44 stig og tók 27 fráköst.
 
8 Walter „Clyde“ Frazier (36 stig, 19 stoðsendingar og 7 fráköst)
Leikur sjö í úrslitunum 1970 er þekktur fyrir að Willis Reed átti frábæra byrjun en það sem stóð hæðst í þessum leik var spilamennska Walters Frazier.
 
Besti leikmaður New York, Willis Reed, gat einungis spilað upphafsmínútur leiksins og það gerði hann á styrk og vilja enda var hann með rifinn vöðva í hægra læri. Eftir að hafa skorað fyrstu tvær körfurnar fyrir Nicks yfirgaf Reed gólfið og Frazier tók við keflinu.
 
Hann var þekktari fyrir afbragðs klæðaburð og tungulipurð í viðtölum en þetta kvöld var enginn betri en Frazier þar sem hann setti niður 36 stig og gaf 19 stoðsendingar. Vegna hans spilamennsku tókst Knicks að klára Los Angeles Lakers, með Wilt Chamberlain innanborðs, í leik sjö og verða meistari
 
7 Shaquille O‘Neal (44 stig, 21 frákast og 7 varin)
Síðan 1986 hafa einungis sést átta 40 stiga, 20 frákasta leikir í úrslitakeppninni og fjórir af þessum hafa komið frá Shaquille. Stærstur þeirra er þessi 44 stiga leikur Shaq sem er einn af tveimur 40/20/5 frá þessum tíma og var þetta í fyrsta leik seríunnar þegar Lakers sópuðu út Sacramento Kings.
 
Þrátt fyrir að vera með þáttinn Shaqting a fool á TNT og hafi endað ferilinn kannski tveimur árum of seint var Shaq yfirburðar leikmaður deildarinnar í 25 ár. Því miður þá munum við ekki öll hversu öflugur hann var. Á árunum 2000-2004 átti hann 50% fleiri sigra í úrslitakeppninni heldur en allir aðrir leikmenn og þar á meðal er Kobe Bryant.
 
Hann skoraði 2532 stig, reif niður 1310 fráköst og varði 236 stig á ferlinum.
 
Í þessum leik var O‘Neal á hátindi ferilsins og þetta var besta ár Lakers. Í þessari úrlitakeppni tapaði Lakers bara einum leik og er þetta án nokkurs vafa besta úrslitakeppni Lakers frá upphafi.
 
6 Michael Jordan (63 stig)
Hvar er hægt að setja leikinn þar sem að einn besti leikmaður allra tíma sakaði sjálfan Guð um að spila með hinu liðinu á þennan lista.
 
Eftir að hafa orðið vitni af 63 stigunum frá Jordan aðeins 20 leikjum eftir að hann snéri aftur í deildina sagði Larry Bird: „Mig gat ekki órað fyrir að nokkur maður gæti gert það sem Jordan gerði okkur. Hann er besti og mest spennandi leikmaður deildarinnar í dag og ég held að Guð sé Michael Jordan í dulargervi.“ Bulls töpuðu þessum leik og töpuðu seríunni en spilamennska Jordan stendur enn þann dag í dag sem flest skoruð stig í úrslitakeppninni.
 

 

5 Bill Russel (30 stig og 40 fráköst)
Þegar maður sér 30 og 40 hugsar maður að tölurnar séu skrifaðar vitlaust því það er erfitt að skilja þær annars. Maður vill segja að fráköstin séu 30 og stigin 40 en þá hefur maður einfaldlega rangt fyrir sér. Russel setti niður 30 stig og tók 40 fráköst.
 
Þetta er met sem sem stendur enn og verður held ég seint bætt. Þetta met setti hann aðeins tveimur dögum eftir að Elgin Baylor setti stigametið og skoraði 61 stig sem stendur enn sem flest skoruð stig í úrslitaeinvígi.
Til að auka dramað þá kom þessi framvistaða Russels í tvíframlengdum leik sjö og er þetta í annað skiptið í sögunni þar sem grípa þarf til framlengingar til að skera úr um sigurvegara deildarinnar. Hitt skiptið var 1957 þegar Celtics unnu titilinn og allt var það Russel að þakka.

 

4 Hakeem Olajuwon (49 stig, 25 fráköst og 6 varin)
14 maí 1987 átti Hakeem sennilegast einn mest svekkjandi leik í sögu úrslitanna. Hann skoraði 49 stig, tók 25 fráköst, varði 6 skot, bætti við tveimur stolnum boltum og tveimur stoðsendingum. Allt gerði hann þetta á 53 mínútum og Houston tapaði leiknum.
 
Hann var 19 af 33 innan þriggja stiga línunnar og 11 af 13 á vítalínunni. Framlengja þurfti leikinn tvisvar áður en SuperSonics unnu 128-125.
 
Þegar maður tekur inn í jöfnuna frábæra spilamennsku Olajuwon, staðreyndinni að enginn annar í Houstonliðinu skoraði yfir 20 stig, lengd leiksins og staðreyndinni að þetta endaði tímabilið fyrir Houston þá er erfitt að segja að þetta hafi ekki verið eitt mest svekkjandi tap fyrir kappann.
 

 

3 Willt Chamberlain (92 í heildina)
Einn af möguleikunum á nba.com/stats er samtala úr stigum, fráköstum og stoðsendingum. Ef þessi mælikvarði er notaður er stærsti leikur í sögunni þegar Willt Chamberlain skoraði 56 stig, tók 35 fráköst og gaf eina stoðsendingu sem gera 92 í heildina. Þetta met var sett 22 mars 1962 gegn Syracuse Nationals (Philaderphia 76ers)
 
Til að tvista þetta smá þá var metið í samanlögðu 87 sem Chamberlain setti sjálfur tveimur árum áður. Það er erfitt að vita hvernig raða á leikjunum niður áður en teigarnir voru breikkaðir en þetta er samt sem áður mest áhugaverði leikurinn frá þeim tíma.
 
2 Michael Jordan („Flensuleikurinn“)
Persónulega þá er þetta einn mest hvetjandi framvistaða sem ég hef orðið vitni af í íþróttaheiminum og erfitt að dæma þennan leik aðeins á tölfræði.
 
Ég skrifaði um fyrir alls ekki svo löngu að talið sé að Jordan hafi verið byrlað eitur fyrir þennan leik og þessi flensa var í raun og veru matareitrun.
 
Jordan setti niður 38 stig í þessum leik, sem er kannski ekkert ofurmerkilegt fyrir MJ, og bætti við sjö fráköstum og fimm stoðsendingum. En það er ekki það sem stendur upp úr heldur er það dugnaðurinn og hugrekkið sem hann sýndi í leiknum sem hefur orðið til þess að þetta er með merkilegri íþróttaviðburðum í sögu íþrótta almennt. Það er auðvelt að detta í eitthvað tilfinningabull en leikurinn gaf fólki von. Þetta er kjörið dæmi um að það er hægt að spila veikur, já eða jafnvel meiddur, og láta hugann stýra líkamanum frekar en öfugt.
 
1 Magic Johnson (42 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar sem miðherji)
Magic Johnson er eini leikmaðurinn á listanum sem ekki spilaði sína stöðu á vellinum í þeim leik sem ég tel upp. Ekki bara það að hann hafi verið að spila stöðu miðherja þá er það, fyrir þá sem ekki vita, eins langt frá leikstjórnandastöðunni og hægt er.
 
Það var enginn meðaljón sem hann leysti af heldur sjálfur Kareem Abdul-Jabbar og því engin press, alls engin.
 
Í gegn um leikinn spilaði hann gjörsamlega allar stöður á vellinum og hann var ekki nema 20 ára gamall og nýliði í deildinni. Til að fegra þetta örlítið meira þá var þetta leikur sex, á útivelli í Philadelphia (einn erfiðasti heimavöllur þá) og Lakers gat orðið meistari.
 
Verkefnið var náttúrlega fáránlegt en Magic kláraði leikinn með 42 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar, Lakers urðu meistarar og Magic valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar.
 
Það kemur lítið á óvart að þetta afrek sé talið það mesta í úrslitakeppni NBA.
 
Fréttir
- Auglýsing -