spot_img
HomeFréttir15 Bestu Allra Tíma

15 Bestu Allra Tíma

 

 

 

Nú eftir 1. júlí síðastliðinn opnaðist leikmannamarkaður NBA deildarinnar upp á gátt aftur. Launaþak deildarinnar er að hækka og það er eins og gjörsamlega allir hafi misst vitið. Einn risastór leikmaður (fyrrum verðmætasti leikmaður deildarinnar), Kevin Durant, var t.a.m. með lausan samning og hefur ákveðið að semja við það meistara þarsíðasta árs Golden State Warriors fyrir næsta tímabil. Eftir að hafa misst af þeim stóra í lokaúrslitum þessa árs eftir annars sögulegt tímabil hafa þeir ákveðið að styrkja sterkt lið sitt enn frekar með leikmanninum knáa. Mun það virka? Er þetta rétt ákvörðun fyrir Durant? Aðeins tíminn getur leitt það í ljós. Verður spennandi að sjá.

 

Oft getur það skipt miklu máli fyrir liðin að ná í réttu leikmennina þegar þeir eru samningslausir. Hér að neðan eru 15 bestu samningar sögunnar við leikmenn sem haft hafa lausa samninga.

 

Hérna eru 10 bestu leikmannaflutningar síðustu daga.

Hérna eru 5 verstu leikmannaflutningar síðustu daga.

Hérna eru 7 mestu kostakaup síðustu daga.

Hérna eru 7 góðir samningar síðustu daga.

 

Það skal tekið fram að þetta á aðeins við um leikmenn sem hafa verið samningslausir. 

 

 

 

 

15. LaMarcus Aldridge 

2015

Frá Portland Trailblazers 

Til: San Antonio Spurs

 

Það má vera að aðeins eitt tímabil sé liðið síðan að menn Pop í San Antonio lokkuðu Aldridge til sín. Leikmaðurinn hefur þó strax látið að sér kveða. Var valinn í fimmta skiptið í röð til að leika í Stjörnuleiknum á síðasta tímabili. Var einnig með 18 stig (51% skotnýting) og 9 fráköst að meðaltali í leik í fyrra þegar að félagið náði sínum besta árangri á venjulegri leiktíð til þessa með 67 sigurleikjum. 

 

 

14. Vlade Divac

1998

Frá: Charlotte Hornets

Til: Sacramento Kings

 

Eins og frægt er orðið var Vlade Divac sendur til Charlotte á sínum tíma í skiptum við Los Angeles Lakers fyrir valréttinn á Kobe nokkrum Bryant. Hjá Hornets leið honum ekki vel og strax sumarið eftir að samningur hans rann út flutti hann sig aftur til Kaliforníu, nema nú til höfuðborgarinnar, Sacramento. Næstu sex tímabil gerði hann svo (ásamt nokkrum öðrum) Kings að einu besta liði deildarinnar. Nú erum við samt að tala um að þetta hafi verið (bróðurparturinn) á valdatímum tvíeykis Saquille O´Neal og Kobe Bryant hjá Lakers, svo að leiðin að titlinum var ekki beint þægileg. Gerðu þó alvöru atlögu að honum og voru í raun bara nokkuð óheppnir að fara ekki alla leið í úrslit árið 2002, en þar töpuðu þeir fyrir Lakers í undanúrslitum, en þeir fóru svo í úrslit og unnu lið New Jersey Nets nokkuð auðveldlega. Divac sjálfur komst í eitt skipti í Stjörnuleikinn á þessum tíma. Var með 11 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik á tíma sínum hjá Kings.

 

 

13. Carlos Boozer

2006

Frá: Cleveland Cavaliers

Til: Utah Jazz

 

Eftir tvö nokkuð góð tímabil með Cavaliers fór Boozer yfir til Utah Jazz fyrir tímabilið árið 2006. Þar gekk honum vel þegar hann var heill. Spilaði með Jazz í sex ár. Var tvisvar valinn í Stjörnuliðið og í eitt skipti í þriðja úrvalslið NBA deildarinnar (2008) Árangur liðsins batnaði líka með tilkomu hans, komust best í úrslit vesturdeildarinnar árið 2007 (þar sem þeir töpuðu fyrir verðandi meisturum San Antonio Spurs)

 

 

12. Jamal Wilkes

1977

Frá: Golden State Warriors

Til: Los Angeles Lakers

 

Eftir þrjú góð tímabil (á því fyrsta vann hann titilinn með þeim) hjá Golden State færði Wilkes sig yfir til Los Angeles árið 1977. Á tíma sínum hjá Lakers (8 tímabil) skoraði hann þrisvar yfir 20 stig að meðaltali í leik, var tvisvar valinn í Stjörnuliðið og átti stóran þátt í þeim 3 titlum sem hann vann með liðinu.

 

 

11. Dikembe Mutombo

1996

Frá: Denver Nuggets

Til: Atlanta Hawks

 

Eftir að hafa í þrem af fimm tímabilum verið valinn í Stjörnuliðið með Denver Nuggets ákveður kappinn að söðla um og ganga til liðs við Atlanta Hawks árið 1996. Á tæpum fimm tímabilum sínum hjá Hawks var hann hreint út sagt stórkostlegur. Var í fjögur skipti valinn í Stjörnuliðið, tvisvar valinn varnarmaður ársins og í eitt skipti var hann í þriðja úrvalsliði NBA deildarinnar (1998)

 

 

10. Tom Chambers

1988

Frá: Seattle Supersonics 

Til: Phoenix Suns

 

Eftir fimm góð ár í Seattle náðu Phoenix Suns að festa klær sínar í Chambers árið 1988, sem um leið varð þeirra aðal leikmaður. Á tíma sínum hjá Suns var hann í þrjú skipti valinn í Stjörnuliðið, var tvisvar á topp 10 yfir flest stig skoruð að meðaltali í leik og tvisvar valinn í annað úrvalslið NBA deildarinnar.

 

 

9. Gus Williams

1977

Frá: Golden State Warriors

Til: Seattle Supersonics

 

Eftir tvö nokkuð góð ár hjá Warriors, þar sem á hinu fyrra þeir urðu meistarar, samdi Gus við Supersonics árið 1977. Mikill sóknarmaður. Yfir sín sex tímabil með Suðersonics skoraði hann að meðaltali yfir 20 stig í leik. Var í tvö skipti valinn í Stjörnuliðið, eitt skipti annað úrvalslið NBA deildarinnar, 1980 og hið fyrsta árið 1982. Var mesti skorari meistaraliðs Seattle Supersonics árið 1979.

 

 

8. Chris Bosh

2010

Frá: Toronto Raptors

Til: Miami Heat

 

Eftir að hafa verið fimm tímabil í röð verið valinn til þáttöku í Stjörnuleiknum úr liði Toronto Raptors ákvað Bosh árið 2010 að ganga til liðs við Lebron James og Dwyane Wade í Miami. Síðan kom til þeirra hefur hann verið með 18 stig og 7 fráköst að meðaltali í leik og í sex skipti verið valinn í Stjörnuliðið. Hefur einnig farið með Miami í fjögur skipti í úrslitin og unnið þar tvo titla.

 

 

7. Gilbert Arenas

2003

Frá: Golden State Warriors

Til: Washington Wizards

 

Eftir að hafa eytt fyrstu tveimur tímabilum sínum hjá Golden State ákvað Arenas, einnig þekktur sem útsendari Núll (e. Agent Zero), að ganga til liðs við Washington Wizards. Gífurlega hæfileikaríkur sóknarmaður þegar að hann var upp á sitt besta með þeim, endaði t.a.m. þrisvar á topp 10 yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar. Þrisvar var hann valinn í Stjörnuliðið og einnig í þrjú skipti í úrvalsliði NBA deildarinnar.

 

 

6. Chauncey Billups

2002

Frá: Minnesota Timberwolves

Til: Detroit Pistons

 

Eftir að hafa á fimm fyrstu tímabilum sínum í deildinni spilað með fjórum liðum, endaði Billups hjá Pistons árið 2002 og varð um leið stjarna. Kom liðinu í sex skipti í röð í undanúrslit, þar af tvö skipti í úrslit. Þar sem að í annað skiptið (2004) þeir urðu meistarar með hann sem vermætasta leikmann úrslitanna. Einnig var hann í þrjú skipti valinn í Stjörnuliðið og í tvö skipti í úrvalslið deildarinnar.

 

 

5. Steve Nash

2004

Frá: Dallas Mavericks

Til: Phoenix Suns

 

Eftir sex ára veru hjá Dallas skrifaði kappinn aftur undir (var fyrstu tvö tímabil sín í deildinni þar) við Phoenix Suns árið 2004. Á átta ára veru sinni hjá Suns þá var hann í sex skipti valinn í Stjörnuliðið, var í fimm skipti stoðsendingakóngur deildarinnar og í fimm skipti í úrvalsliði deildarinnar. Hann var einnig í tvö skipti valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Með Suns náði hann þó aldrei að landa þeim stór, en með þeim fór hann þó í þrjú skipti í undanúrslit.

 

4. Moses Malone

1982

Frá: Houston Rockets

Til: Philadelphia 76ers

 

Moses Malone spilaði í 21 ár sem atvinnumaður. Fyrst í ABA deildinni (1974-1976) og seinna NBA deildinni (1976-1995) Árið 1982 var hann samningslaus eftir veru hjá Houston Rockets og samdi þá við lið Philadelphia 76ers um að spila fyrir lágmarkslaun með þeim. Strax fyrsta árið sitt með þeim var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, vann titil með þeim og var valinn verðmætasti maður úrslitanna. Öll tímabilin með þeim var hann valinn í Stjörnuliðið, tvisvar valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, þrjú skipti í úrvalslið deildarinnar sem og leiddi hann deildina í fráköstum í þrjú ár fyrir þá.

 

3. LeBron James

2014

Frá: Miami Heat

Til: Cleveland Cavaliers

 

Endurkoma Kóngsins til Cleveland eftir að hafa í fjögur tímabil í röð farið í úrslit með Miami Heat gaf þeim heldur betur kraft, en í Lebron lausri millitíðinni hafði liðið endað frekar neðarlega í deildinni. Á þessum tveimur árum (síðan hann kom til baka) hafa þeir í bæði skiptin farið í úrslit. Unnu nú síðastliðið vor fyrsta titilinn í sögu félagsins þar sem kappinn var að sjálfsögðu valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna.

 

 

2. Lebron James

2010

Frá: Cleveland Cavaliers

Til: Miami Heat

 

Fyrri vistaskipti James frá Cleveland til Miami voru líka frekar góð. Á þeim fjórum árum sem hann spilaði með Miami Heat fór hann öll árin með liðið í úrslit, var í öll skiptin í fyrsta úrvalsliði deildarinnar, öll skiptin valinn í Stjörnuliðið, í tvö skipti valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar sem og var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna í þau tvö skipti sem liðið hampaði þeim stóra.

 

 

1. Shaquille O´Neal

1996

Frá: Orlando Magic

Til: Los Angeles Lakers

 

Eftir að hafa spilað fjögur frábær tímabil í byrjun ferils síns fyrir Orlando Magic ákvað Shaq að semja við Lakers árið 1996. Á þeim 8 árum sem hann spilaði fyrir þá var hann í sex skipti í fyrsta úrvalsliði deildarinnar, í sjö skipti spilaði hann Stjörnuleik og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í eitt skipti (2000) Hann vann einnig þrjá titla með þeim og var í öll skiptin valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna.

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -