spot_img
HomeFréttir14 nýir dómarar brautskráðir

14 nýir dómarar brautskráðir

14:30 

{mosimage}

Körfuknattleikssamband Íslands og Breiðablik gengust fyrir dómaranámskeiði um helgina sem haldið var í Smáranum. Sautján manns skráðu sig og komu þeir frá sjö félögum, þar af 8 frá Blikum.  

Á námskeiðinu, sem var í umsjón Bjarna Gauks Þórmundssonar, var einnig fjallað um skráningu á leikskýrslu og tölfræði. Óskar Ófeigur tölfræðispekúlant kom og flutti erindi um tölfræðiþáttinn.  

Fjórtán brautskráðust hjá Bjarna um helgina. Þeir luku prófi með láði og munu líklega stíga sín fyrstu spor með flautuna í munnvikinu í íþróttahúsum landsins í vetur.

www.breidablik.is

Fréttir
- Auglýsing -