Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Liðsmenn Charlotte Bobcats voru ekkert á því að leika vörn þegar San Antonio Spurs settu á þá 132 stig! Bulls höfðu betur gegn New York og eitt af heitari liðum deildarinnar í dag, Memphis Grizzlies, máttu sætta sig við tap á heimavelli gegn Atlanta Hawks.
Charlotte Bobcats 102-132 San Antonio Spurs
Sjö leikmenn Spurs gerðu 10 stig eða meira í leiknum og þeirra atkvæðamestur var Danny Green með 23 stig. Kemba Walker var svo stigahæstur í liði Bobcats einnig með 23 stig. Spurs urðu með sigrinum fyrsta lið deildarinnar þetta tímabilið til að næla sér í 17 sigra og eru 10-2 á útivelli. Bobcats hinsvegar virðast vera að nálgast sitt fyrra formleysi frá síðustu leiktíð og hafa tapað sjö deildarleikjum í röð.
Chicago Bulls 93-85 New York Knicks
Marco Belinelli og Luol Deng voru báðir með 22 stig í liði Bulls en hjá Knicks var Raymond Felton með 27 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.
Memphis Grizzlies 83-93 Atlanta Hawks
Josh Smith var með 24 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar í sigurliði Hawks en hjá Memphis voru þeir Marc Gasol og Zach Randolph báðir með 18 stig og Randolph með 13 fráköst að auki.
Úrslit næturinnar:
FINAL
8:00 PM ET
NYK
85
CHI
93
23 | 18 | 24 | 20 |
|
|
|
|
26 | 17 | 24 | 26 |
85 |
93 |
NYK | CHI | |||
---|---|---|---|---|
P | Felton | 27 | Deng | 22 |
R | Chandler | 18 | Noah | 11 |
A | Felton | 5 | Robinson | 8 |