Íslenska landsliðið leikur lokaleiki sína í undankeppni EuroBasket 2025 nú í vikunni og næstu helgi.
Sem stendur er Ísland í þriðja sæti riðils síns, en þrjú efstu sætin gefa þátttökurétt á lokamótinu sem fram fer í lok ágúst á þessu ári. Sigur í öðrum hvorum leiknum, eða 4 stiga tap eða minna gegn Ungverjalandi kemur Íslandi áfram á lokamótið.
Liðið hélt á stað til Þýskalands í morgun þar sem liðið mun æfa næstu þrjá daga áður en farið verður yfir til Ungverjalands.
Leikdagar eru:
Ungverjaland – Ísland
Fimtudagur 20. febrúar kl 17:00 (að íslenskum tíma) í Szombathely í Ungverjalandi.
Ísland – Tyrkland
Sunnudaginn 23. febrúar kl 19:30 í Laugardals
Miðasala á heimaleikinn fer fram í gegnum Stubb
Rétt í þessu var lið Íslands fyrir leikina tvo tilkynnt, en það má sjá hér fyrir neðan.
Lið Íslands:
Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 3 leikir
Elvar Már Friðriksson – Maroussi Basketball Club – 72 leikir
Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 76 leikir
Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 18 leikir
Jón Axel Guðmundsson – Hereda San Pablo Burgos – 34 leikir
Kári Jónsson – Valur – 34 leikir
Kristinn Pálsson – Valur – 35 leikir
Martin Hermannsson – Alba Berlin – 75 leikir
Orri Gunnarsson – Stjarnan – 9 leikir
Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 35 leikir
Styrmir Snær Þrastarson – Belfius Mons-Hainaut – 18 leikir
Tryggvi Hlinason – Bilbao Basket – 67 leikir
Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 89 leikir
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðaþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson