spot_img
HomeFréttir13 í röð hjá Boston og annað 20.000 $ skot

13 í röð hjá Boston og annað 20.000 $ skot

 
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem heppinn stuðningsmaður Oklahoma City Thunder nældi sér í 20.000 dollara, Grant Hill skoraði 30 stig í fyrsta sinn síðan árið 2005 og Boston Celtics unnu sinn þrettánda deildarsigur í röð.
Indiana Pacers komu í heimsókn til Boston í gær og máttu þola ósigur 99-88. Fimm leikmenn Celtics gerðu 11 stig eða meira í leiknum en þrír voru jafnir og stigahæstir með 18 stig, þeir Paul Pierce, Nate Robinson og Glen Davis en Pierce var fyrirferðamestur með þessi 18 stig og einnig 12 stoðsendingar og 10 fráköst sem gera myndarlega þrennu. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 19 stig og það er ekki oft í NBA deildinni sem stigahæsti leikmaður leiks nær ekki 20 stigum.
 
Grant Hill sýndi í nótt að lengi lifir í gömlum glæðum en hann skoraði 30 stig og tók 11 fráköst í 110-113 sigri Phoenix Suns gegn Oklahoma City Thunder. Kevin Durant var að sjálfsögðu stigahæstur hjá Thunder með 28 stig. Þá var þetta í annað sinn á rétt rúmri viku sem stuðningsmaður Oklahoma skorar úr 20.000 dollara skotinu! Sjá hér.
 
Önnur úrslit næturinnar
 
New Jersey 89-82 Atlanta
Toronto 110-120 LA Lakers
Detroit 111-108 New Orleans
Sacramento 93-102 Houston
 
Mynd/ Boston hefur unnið 13 deildarleiki í röð
 
Fréttir
- Auglýsing -