spot_img
HomeFréttir12 manna hópur U 20 klár

12 manna hópur U 20 klár

{mosimage}

Einar Árni Jóhannsson þjálfari U-20 ára landsliðs karla hefur valið eftirtalda leikmenn til þátttöku á EM U-20 ára landsliða í Lissabon í Portúgal 14. – 23. júlí 2006. 

Hópurinn er þannig skipaður: 

4 Jóhann Árni Ólafsson Njarðvík 195 cm bakvörður 19 leikir

5 Adolf Hannesson Skallagrímur 190 cm framherji nýliði

6 Heiðar Lind Hansson Skallagrímur 186 cm bakvörður nýliði

7 Steingrímur Ingólfsson Valur 182 cm bakvörður 12 leikir

8 Kristján Sigurðsson Njarðvík 190 cm bakvörður 15 leikir

9 Daníel Guðmundsson Njarðvík 186 cm bakvörður nýliði

10 Alexander Dungal FSu (Valur) 200 cm framherji 10 leikir

11 Vésteinn Sveinsson FSu (Akranes) 195 cm bakvörður 5 leikir

12 Elvar Guðmundsson ÍR 190 cm bakvörður 7 leikir

13 Darri Hilmarsson KR 191 cm framherji 20 leikir

14 Birgir Björn Pétursson KFÍ 207 cm miðherji nýliði

15 Pavel Ermolinskij Unicaja Malaga 203 cm bakvörður 27 leikir 

Pavel Ermolinskij er eini leikmaðurinn sem á að baki A landsleiki en hann hefur leikið 5 leiki.  Sveinbjörn Claessen úr ÍR og Árni Ragnarsson úr FSu þurftu að draga sig út úr hóp vegna meiðsla en Árni fór í aðgerð á öxl nýlega og Sveinbjörn þarf að fara í aðgerð á ökkla í júlí.  Aðstoðarmaður Einars í ferðinni er Bjarni Gaukur Þórmundsson og sjúkraþjálfari er Guðjón Karl Traustason. Þá fer Sigmundur Már Herbertsson FIBA dómari einnig með í ferðina. 

Frétt af www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -