Ísland sigraði Portúgal með 24 stigum, 91-67, í undankeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Leikurinn annar tveggja sem liðið spilar í þessum glugga, en sá seinni er gegn Belgíu ytra komandi sunnudag.
Craig Pedersen og þjálfaralið hans tilkynntu rétt í þessu hvaða 12 leikmenn það væru sem spiluðu leikinn úti í Belgíu.
Fjórar breytingar eru á hópnum. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson léku báðir sinn síðasta leik í gærkvöldi og eru því ekki með liðinu. Þá fara Haukur Helgi Pálsson og Sigtryggur Arnar Björnsson heldur ekki með því til Belgíu. Inn í staðinn fyrir þessa fjóra koma Hakur Óskarsson, Collin Pryor, Kristinn Pálsson og Maciej Baginski.
# Leikmaður F.ár Cm. Staða Félag Landsleikir
0 Haukur Óskarsson 1991 194 SG Haukar 3
1 Collin Pryor 1990 195 PF Stjarnan 3
2 Dagur Kár Jónsson 1995 185 PG Raiffeisen (AUT) 1
5 Gunnar Ólafsson 1993 192 F Keflavík 9
10 Elvar Már Friðriksson 1994 186 PG Njarðvík 37
13 Hördur Axel Vilhjálmsson 1988 196 PG Keflavík 77
14 Kristinn Pálsson 1997 197 SG Njarðvík 8
15 Martin Hermannsson 1994 194 PG Alba Berlin (GER) 64
19 Kristófer Acox 1993 198 PF KR 39
22 Macjiej Baginski 1995 190 F Njarðvík 5
23 Hjálmar Stefánsson 1996 199 F Haukar 7
34 Tryggvi Snær Hlinason 1997 215 C Obradorio (ESP) 32
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson
Sjúkraþjálfari: Halldór Fannar Júlíusson
Fararstjóri: Kristinn Geir Pálsson