Eftir að keppni var lokið á NM 2019 í dag var haldin kvöldvaka þar sem liðin kepptu sín á milli um besta atriðið. Siguratriðið í ár var U18 lið stúlkna sem var með dansatiði sem var að eigin sögn þrælæft og metnaðarfullt. Hin liðin voru öll með atriði sem má finna hér að neðan. Að auki voru fleiri keppnir á borð við mannlegir pýramídar, froskahopp og fleira.
Að lokum sungu þeir leikmenn sem voru að leika á sínu síðasta Norðurlandamóti, þ.e. að verða 18 ára á árinu lokalag. Lagið var að sjálfsögðu Draumur um Nínu en þessi hefð hefur skapast og haldið í ansi mörg ár.
Myndasafn frá kvöldvökunni má finna hér
Hérna er hægt að sjá atriði hvers liðs
Hér fyrir neðan er svo hægt að sjá söng þeirra sem kveðja mótið þetta árið.