spot_img
HomeFréttir12 leikmanna hópur Íslands fyrir Slóvakíuleikinn

12 leikmanna hópur Íslands fyrir Slóvakíuleikinn

 

Íslenska landsliðið hóf leik í EuroBasket um helgina þegar að þær töpuðu heima fyrir Svartfjllalandi. Næsti leikur á dagskrá er gegn Slóvakíu ytra á morgun. Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV2.

 

Fyrr í dag tilkynntu þjálfarar liðsins hvaða 12 leikmenn þeir taki með sér í þetta seinna verkefni þessa landsliðsglugga. Á hópnum eru tvær breytingar, þar sem að Emelía og Elín Sóley koma inn fyrir þær Ragnheiði og Rögnu Margréti.

 

 

Liðið:
4 Helena Sverrisdóttir Haukar
5 Hildur Björg Kjartansdóttir Legonés
6 Hallveig Jónsdóttir Valur
7 Ragnheiður Benónísdóttir Valur
9 Sigrún Sjöfn Ámundardóttir Skallagrímur
10 Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík
11 Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík
12 Sandra Lind Þrastardóttir Horsholm
13 Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar 
20 Elín Sóley Hrafnkelsdóttir Valur 
15 Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík 
22 Berglind Gunnarsdóttir Snæfell 

Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
Aðstoðarþjálfari: Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir

Fréttir
- Auglýsing -