spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 202512 leikmanna hópur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrklandi - Ein breyting á...

12 leikmanna hópur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrklandi – Ein breyting á hópnum

Ísland tekur annað kvöld kl. 19:30 á móti Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EuroBasket 2025.

Fyrir síðustu tvo leiki sína var Ísland með 13 leikmanna hóp. Þar sem aðeins 12 eru á skýrslu í hverjum leik þurfti einn að vera fyrir utan hóp í leik liðsins síðasta fimmtudag í Ungverjalandi. Þá var það Kári Jónsson sem ekki lék.

Fyrir leik morgundagsins gegn Tyrklandi verður hinsvegar ein breyting á liðinu þar sem Kári kemur inn í hópinn fyrir Jón Axel Guðmundsson. Ástæðan fyrir fjarveru Jóns Axels á morgun mun vera sú að hann meiddist í leik fimmtudagsins úti í Ungverjalandi, en hann mun hafa meiðst um miðjan leik.

Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket

Hér fyrir neðan má sjá hóp Íslands sem mætir Tyrklandi annað kvöld.

Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 4 leikir

Elvar Már Friðriksson – Maroussi Basketball Club – 73 leikir

Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 77 leikir

Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 19 leikir

Kári Jónsson – Valur – 34 leikir

Kristinn Pálsson – Valur – 36 leikir

Martin Hermannsson – Alba Berlin – 76 leikir

Orri Gunnarsson – Stjarnan – 9 leikir

Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 36 leikir

Styrmir Snær Þrastarson – Belfius Mons-Hainaut – 19 leikir

Tryggvi Hlinason – Bilbao Basket – 68 leikir

Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 90 leikir

Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðaþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson

Fréttir
- Auglýsing -