spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNær Álftanes að sópa Njarðvík í sumarfrí?

Nær Álftanes að sópa Njarðvík í sumarfrí?

Álftanes lagði Njarðvík í Kaldalónshöllinni í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla.

Álftnesingar eru því komnir með 2-0 forystu í einvíginu og þurfa aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sig áfram í undanúrslitin.

Leikar voru nokkuð jafnir í upphafi, en þegar líða fór á fyrsta leikhlutann náðu heimamenn góðum tökum á leiknum og leiddu með 7 stigum fyrir annan leikhlutann. Undir lok fyrri hálfleiks ná þeir svo enn að bæta í og eru þægilegum 11 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Þrátt fyrir ágætis tilraunir tekst Njarðvík ekki að hlaða í áhlaup í upphafi seinni hálfleiksins. Álftnesingar ná mest 20 stiga forystu í þriðja leikhlutanum, en Njarðvík nær að halda þessu í leik inn í lokaleikhlutann með muninn aðeins í 9 stigum. Í þeim fjórða gerir Álftanes svo vel að hleypa gestunum ekki mikið nær og undir lokin sigla þeir heim gífurlega öruggum 11 stiga sigur í höfn, 107-96.

Bestur í liði Álftaness í kvöld var Justin James með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Þá bætti David Okeke við 28 stigum og 8 fráköstum.

Fyrir Njarðvík var Dominykas Milka atkvæðamestur með 19 stig og 8 fráköst. Honum næstur var Khalil Shabazz með 25 stig og 4 fráköst.

Álftnesingar munu freista þess að sópa Njarðvík í þriðja leik liðanna, en hann fer fram komandi föstudag 11. apríl í IceMar höllinni.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Gunnar Jónatans)

Fréttir
- Auglýsing -