spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Njarðvík VÍS bikarmeistarar 2025 kvenna

Umfjöllun: Njarðvík VÍS bikarmeistarar 2025 kvenna

Í VÍS bikarúrslitum kvenna í dag mættust lið Njarðvíkur og Grindavíkur fyrir fullum sal áhorfenda í Smáranum í Kópavogi. Liðin höfðu fyrr í vikunni tryggt sig í úrslitaleikinn með sigrum gegn Hamar/Þór (Njarðvík) og svo Þór Akureyri (Grindavík)

Grindavíkurstúlkur í raun á heimavelli þar sem að liðið spilar leiki sína í Smáranum og byrjuðu þær leikinn af örlítið meiri krafti á upphafs mínútum. En fljótlega jafnaðist leikurinn og Hulda María Agnarsdóttir jafnaði leikinn í 13 stigum með víti þegar 5 mínútur voru liðnar af leiknum. Í raun ekkert markvert gerst á þessum hluta leiksins, bæði lið að þreyfa fyrir sér og finna sína fjöl. Svo fór að jafnt var á öllum tölum eftir fyrstu 10 mínútur leiksins í 21 stigi. Ekta úrslitaleikur og lofaði góðu á framhaldið fyrir skemmtanagildi leiksins.

Þegar 3 mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta setti Brittany Dinkins niður “partý” þrist fyrir Njarðvík og bætti svo snöggum 2 stigum við í næstu sókn á þess að Grindavík náðu að svara og staðan 29:23. Skynsamur Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var snöggur að biðja um leikhlé í von um að stoppa strax þetta áhlaup Njarðvíkur. Njarðvík hinsvegar þjörmuðu áfram að Gríndavík og komu sér í 10 stiga forystu í stöðunni 35:25 með um 5 mínútur til hálfleiks. Svo fór að Njarðvík leiddu þegar flautað var til hálfleiks með 8 stigum í stöðunni 42:34. Svo sem fátt komið á óvart í þessum fyrri hálfleik. Brittany Dinkins reyndist Grindavík gríðarlega erfið og hafði þá þegar sett niður 17 stig og oft á tíðum farið illa með varnarleik þeirra gulklæddu. Hulda Björk Ólafsdóttir leiddi Grindavík í stigum hálfleik með 10 stig í þó ansi jöfnu liði Grindavíkur. Isabella Ósk Sigurðardóttir var sú eina á vellinum sem hafði komið sér í smá villu vandræði en hún var komin með 3 villur og gegn svo hávöxnu liði sem að Njarðvík teflir fram þá munaði það gríðarlega.

Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri endaði. Njarðvík komu sér í 10 stiga forystu en Grindavík virtust ætla að halda þessum mun ekki mikið meiri. Brittany Dinkins hélt hinsvegar áfram að þjarma vel að vörn Grindavíkur og skoraði grimmt, 9 snögg stig frá henni komu Njarðvík í stöðuna 53:38 og þá hafði Þorleifur þjálfari Grindavíkur fengið að sjá nóg og tók leikhlé. Hulda María Agnarsdóttir fékk á fyrstu mínútum þessa seinni hálfleiks 2 snöggar villur og allt í einu komin með 4 villur. Næstu 5 stig voru hinsvegar frá Grindavík og minnkuðu muninn niður í þessi 10 stig. Við þetta kviknaði smá neisti í Grindavíkur liðinu og í stöðunni 57:49 tók Einar Árni þjálfari Njarðvíkinga sitt fyrsta leikhlé í leiknum. Brittany Dinkins virtist vera að þreytast enda búin að taka mikin hita af sóknarleik Njarðvíkur. Ólöf Rún Óladóttir kveikti svo í Grinadvíkurstúkunni með löngum þrist og munurinn komin niður í 5 stig. Ótúrleg endurkoma Grindavíkur var svo toppuð með þrist frá Huldu Björk þegar hún nýtti sér spjaldið (ofaní) og staðan 59:58 Njarðvík í vil. Endaði leikhlutinn með 2 stiga forystu Njarðvíkur og Grindavík búið að naga niður muninn og ótrúlega endurkomu eftir að hafa lent 15 stigum undir.

Loka leikhlutinn var naglbítur á báða bóga þó svo að Njarðvík hafi leitt með þessum 4 til 5 stigum. Hvernig nærri var hægt að setja niður veðmál um hvernig þessi leikur myndi enda enda bæði lið líkleg. Hægst hafði á Brittany Dinkins svo um munaði og virtist hún ekki ná á tímabili að koma boltanum ofaní körfuna. Grindavík jafnaði svo leikinni í 75 stigum þegar 3 mínútur voru til leiksloka. Leikurinn spilaðist svo þannig að Emelie Sofie Hesseldal hjá Njarðvík setti niður þrist þegar 46 sekúndur voru til loka leiks og kom Njarðvík í 78:73. Risastór þristur!!! Grindavík héldu svo til sóknar sem gekk ekki upp brutu í kjölfarið á Brittany Dinkins sem fór á línuna, setti niður annað vítið með 34 sekúndur á klukkunni og ísaði þar með leikinn fyrir Njarðvík. Grindavík reyndu svo sem öll brögðin í bókinni á loka kaflanum en Njarðvík voru sterkar, settu niður vítin sín og eru Bikarmeistarar kvenna árið 2025.

Það kom líkast til fæstum í húsinu á óvart að Brittany Dinkins var svo valin maður leiksins en hún skilaði í hús þrefaldri tvennu í 31 stigi, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum.

Fréttir
- Auglýsing -