spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvenna10 sigurleikir í röð

10 sigurleikir í röð

Ármann lagði lið ÍR nokkuð örugglega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Þær hafa því unnið 10 sigra í röð á þessu tímabili. Stelpurnar eru ósigraðar í fyrstu 9 leikjum deildarinnar og hafa að auki náð í einn sigur á Bónusdeildarliði Aþenu í VÍS bikarnum.

Staðan í deildinni

ÍR liðið hefur bætt sig mikið frá því í fyrra og spiluðu flottan körfubolta á köflum í kvöld. Það var þó töluverður munur á þessum liðum enda er lið Ármanns feiknasterkt. Sérstaklega eftir að hafa bætt við sig nýjum leikmönnum, Carlotta Ellenrieder kom frá Snæfelli fyrir stuttu og Birgit Ósk Snorradóttir kom frá Grindavík fyrr í vetur. Þær eru báðar gífurlega öflugir leikmenn sem styrkja liðið mikið.

Carlotta var í kvöld með 12 stig 18 fráköst og 6 varin skot, Birgit skoraði 27 stig og tók 6 fráköst.

Jónína Þórdís var sem fyrr öflug með 15 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar og Alarie Mayze var með 32 stig og 10 fráköst fyrir Ármann.

Hjá ÍR var Thea Ólafía með 21 stig og Viktoría Lind skoraði 12 stig og tók 8 fráköst. 

Tölfræði leiks

Ármann fer inn í jólafríið í draumastöðu og eru til alls líklegar á seinni hluta tímabilsins. 

Fréttir
- Auglýsing -