Strákarnir í 10.flokki Hauka voru að ljúka leik um 5 sætið á Scania Cup mótinu í Svíþjóð með frábærum 23 stiga sigri 78-55 á finnska liðinu Ura. Strákarnir hafa staðið sig gríðarlega vel á mótinu og unnu 5 af 7 leikjum sínum og það með töluverðum mun. Frá þessu er greint á www.haukar.is/karfa
Sem dæmi unnu Haukastrákar fjórfalda Scania Cup meistara Alvík með 45 stiga mun 75-30 í undanriðlinum. Haukar voru mjög nálægt því að vinna sér rétt til að spila i undanúrslitum mótsins en naumt tap á móti Jarva sem spilar til úrslita á mótinu gerði út um vonir strákanna um sæti í undanúrslitum.
Á heimasíðu Hauka segir ennfremur:
,,Með þessum frábæra árangri sýndu strákarnir að Haukar eiga eitt af sterkustu liðum Norðurlanda í þessum aldursflokki og sendu einnig landsliðsþjálfara Íslands í þessum aldursflokki skýr skilaboð."
Hver þau skilaboð eigi að vera eru ekki látin fylgja með fréttinni.
Mynd/ nonni@karfan.is – 10. flokkur Hauka sem varð bikarmeistari fyrr á tímabilinu.