spot_img
HomeFréttir1. sæti: Haukar ? IE kvenna

1. sæti: Haukar ? IE kvenna

11:27

{mosimage}
(Powerade-meistarar 2006)

Samkvæmt spá Karfan.is munu Haukar enda sem sigurvegarar í Iceland Express-deild kvenna en þær eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Ágúst Björgvinsson er að stjórna liðinu 3 árið í röð og nú þegar hefur liðið unnið tvo titla Powerade-bikarinn og Meistarar meistaranna.

Hið unga Hauka er liðið sem allir vilja vinna og það getur reynst þrautin erfiðari að halda titli en vinna hann. Haukar eru í dag handhafar alla titla á Íslandi nema bikarmeistaratitilsins en ÍS vann hann. Ef Haukar ætla sér að halda öllum titlum þá mega þær ekki vera værukærar því Grindavík og Keflavík eru handan við hornið tilbúnar að taka þá.

Haukaliðið hefur breyst aðeins milli ára en helstu leikmenn verða áfram. Ösp Jóhannsdóttir verður ekki með Haukum, en hún var valinn í æfingarhóp A-landsliðs Íslands í sumar. Einnig hefur hin stórefnilega Ingibjörg Skúladóttir gengið til liðs við Breiðablik ásamt Sonju Ólafsdóttur en Eva Dís Ólafsdóttir er hætt. Megan Mahoney kom ekki aftur til liðsins en hún spilar með Parma á Ítalíu í vetur.

Haukar hafa fengið bandarísku stelpunar Ifeoma Okonwko til liðs við sig í stað Mahoney og verður það erfitt verkefni fyrir Ifeoma að fylla hennar skarð. Síðan hefur liðið fengið fjórar 16 ára stelpur úr yngri flokkum félagsins.

Helena Sverrisdóttir verður í broddi fylkingar fyrir Hauka í vetur en þetta mun væntanlega verða hennar síðasta tímabil á Íslandi í bili, þar sem hún mun fara erlendis að spila eftir þennan vetur. Hún hefur leitt Hauka í öllum tölfræðiþáttum undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur. Í vetur er þó líklegt að hún muni fá aðstoð frá leikmönnum eins og Kristrúnu Sigurjónsdóttur og Pálinu Gunnlaugsdóttur en þær eru alltaf að verða mikilvægari leikmenn.

Spennandi verður að fylgjast með hinni efnilegu Unni Töru Jónsdóttur en þessi 17 ára stelpa hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu. Einnig gæti Guðrún Ámundadótttir átt sitt besta tímabil í vetur ef hún fær mínúturnar.

Haukar verða í Evrópukeppninni fram að áramótum og mun það reyna töluvert á lið Hauka. Álagið verður meira og Ágúst þarf að deila leiktíma með það í huga. Athyglisvert verður að fylgjast með Haukum í Evrópu en þetta er annað árið í röð sem þær spila í henni.

Leikmannahópur:
Bára F. Hálfdánardóttir
Guðrún Ámundadóttir
Hanna S. Hálfdánardóttir
Helena Brynja Hólm
Helena Sverrisdóttir
Ifeoma Okonwko
Klara Guðmundsdóttir
Kristín Fjóla Reynisdóttir
Kristrún Sigurjónsdóttir
Pálína Gunnlaugsdóttir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir
Sara Pálmadóttir
Sigrún S. Ámundadóttir
Svanhvít Skjaldardóttir
Unnur Tara Jónsdóttir

Þjálfari: Ágúst S. Björgvinsson

Karfan.is spáir að Haukar verði efstar í Iceland Express-deild kvenna en ef það á að takast þarf liðið að vera tilbúið í alla leiki því í dag vilja allir knésetja þær og í deildinni eru nokkur lið sem geta það.

mynd: Sveinn Pálmar Einarsson – [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -