spot_img
HomeFréttir1. deild karla: Valur sigraði Hött

1. deild karla: Valur sigraði Hött

11:08

{mosimage}

Ragnar Steinsson var stigahæstur Valsara 

Valur sigraði Hött í 1. deild karla í gær og baráttan er því enn hörð hjá þeim við Breiðabliksmenn um 2. sætið. Valsmenn tóku snemma góða forystu en Hattarmenn tóku góða rispu í þeim þriðja og eftir þriðja leikhluta var 5 stiga munur en heimamenn sigu aftur framúr og sigruðu 92-72.

Ragnar Steinsson var stigahæstur Valsara með 29 stig, Zachary Ingles skoraði 23 og Matteo Cavallini skoraði 22. Fyrir gestina skoraði Björgvin Karl Gunnarsson mest eð 22 stig, Milosz Krajewski skoraði 12 stig og Eugene Christopher var með 11. 

Tveir leikir fara fram í deildinn í dag. Klukkan 14 taka KFÍ menn á móti Ármann/Þrótti en Ármann/Þróttur vann einmitt fyrri leik þeirra. Reikna má með að leikurinn verði í beinni útsendingu í Vefsjónvarpi KFÍ. 

Klukkan 16 taka Breiðabliksmenn á móti Hattarmönnum.

[email protected]

Mynd: www.valur.is

 

 

Fréttir
- Auglýsing -