spot_img
HomeFréttir1. deild karla: 6. sæti ? Þór Þ.

1. deild karla: 6. sæti ? Þór Þ.

14:21

{mosimage}
(Rob Hodgson verður ekki með Þór í vetur)

Lið Þórs fell úr Iceland Express-deild karla á síðasta tímabili. Miklar breytingar hafa orðið á því og er Rob Hodgson farinn til Vals en hann hefur verið undanfarin ár í Þorlákshöfn. Björn Ægir Hjörleifsson hefur tekið við þjálfun liðsins.

Þór er með nokkra efnilega leikmenn innan sinna raða og á liðið án efa eftir að geta spilað hraðan og skemmtilegan bolta. Liðið varð reyndar fyrir mikilli blóðtöku nýlega þegar bakvörðurinn ungi Baldur Þór Ragnarsson meiddist og verður frá um tíma.

Björn hefur ærið verkefni fyrir höndum en eins og ávallt er mikill metnaður í Þorlákshöfn og er stefna liðsins ávallt að spila með þeim bestu.

Björn svaraði nokkrum spurningum.

Hvaða leikmaður keumur mest á óvart?
Ég hefði sagt Baldur Þór Ragnarsson sem er einn efnilegasti bakvörður landsins en því miður fótbrotnaði hann á sunnudaginn sem var mikið áfall fyrir hann og liðið. Mín von er að liðsfélagar hans þjappi sér saman og komi allir á óvart í vetur.

Hvaða leikmanni er vert að fylgjast með?
Þeir eru allir athyglisverðir á sinn hátt. Til að nefna einhverja þá verður athyglisvert að fylgjast með gengi Hjartar Ragnarssonar sem kemur til með að gegna mun stærra hlutverki en hann hefur gert undanfarin tímabil. Einnig eru Tom Port og Þorbergur Heiðarsson mjög spennandi leikmenn.

Ertu með erlenda leikmenn?
Erlendu leikmennirnir okkar heita Tom Port sem útskrifaðist frá Wooster NCAA 3 sl vor og Yanko Dzhukev frá Búlgaríu.

Hvernig hefur undirbúningur verið?
Hefði kosið að hann hefði verið betri. Stutt síðan hópurinn kom allur saman, einnig hafa nokkur meiðsli verið að hrjá lykilleikmenn.

Hvað er einkennadi fyrir leikstíl?
Vonandi leikgleði og baráttuandi.

Hvert er merkmið liðsins?
Að skemmta okkur og stuðningsmönnum og að sjálfsögðu förum við í alla leiki til að sigra.

Hvaða lið kemur á óvart?
Erfið spurning ég hef lítið séð til hinna liðanna svo að ég passa á þessa spurningu.

Hvaða lið vinnur deildina?
Ef að litið er á hvernig liðin eru mönnuð verð ég að segja Breiðablik sem hafa fengið mikinn liðstyrk og eru með reyndan þjáfara sem þekkir það að vinna titla.

Komnir:
Böðvar Björnsson
Tom Port
Víkingur Ólafsson
Yanko Dzhukev
Þorbergur Heiðarsson

Farnir:
Damon Bailey
Davd Aliu
Rob Hogdson
Jason Harden
Ágúst Dearborn
Sigurður Tómasson
Óskar Þórðarson
Birgir Pétursson

Leikmannalist:
Baldur Þór Ragnarsson
Bjarni Kristinsson
Björn Hjörleifsson
Böðvar Björnsson
Davíð Guðlaugsson
Eyþór Sigurðsson
Haraldur Einarsson
Hjörtur Ragnarsson
Jóhann Arnar Jóhannsson
Ómar Guðbrandsson
Sveinbjörn Skúlason
Tom Port
Víkingur Ólafsson
Yanko Dzhukey
Þorbergur Heiðarsson

myndir: Karfan.is

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -