Og þá er komið að 6. sætinu. Það er spá sérfræðinganna að þar verði Höttur, liðið sem lék í IcelandExpress deildinn síðasta tímabil.
Höttur lék eins og fyrr segir í IcelandExpress deildinni síðasta tímabil og var það í fyrsta skipt í sögu körfuboltans á Íslandi sem lið frá Austurlandi leikur í efstu deild.
{mosimage}
Höttur tók í fyrsta skipti þátt í Íslandsmóti árið 1974 og var með í tvö tímabil, Hattarmenn mættu svo aftur sprækir tímabilið 1981-82 en svo ekki aftur fyrr en haustið 1990 og hafa verið með allar götur síðan og lengst af í 1. deild. Þess ber þó að geta lið ÚÍA tók þátt í Íslandsmóti á milli 1980 og 90 og er það raunar liðið sem svo varð að Hetti.
Höttur hefur fengið til sín Sturla Höskuldsson sem skiptir til þeirra frá sænsku félagi en hafa m.a. misst Milojica Zekovic til Tindastóls og Frosta Sigurðsson í Hamar/Selfoss
{mosimage}
Loftur Þór Einarsson hefur tekið við stjórninni hjá Hetti, þetta er frumraun hans sem þjálfara í meistaraflokki karla en hann lék með Hetti í fyrra eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélag sitt Breiðablik Loftur svaraði spurningum karfan.is á þennan hátt.
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Emil Ellegard og Almar Örn Jónsson.
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Viðar Örn Hafsteinsson.
Er liðið með erlendan leikmann?
Eugene Christopher.
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Byrjaði seint, var að fá leikmennina seint í hús! Gott að tímabilinu seinkaði!
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Smávaxið lið! Spilum á hraðupphlaupum!
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Úrslitakeppnin.
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Breiðablik.
Hvaða lið vinnur deildina?
Þór Ak.
Hvernig sérð þú 1. deildina fyrir þér í framtíðinni?
Vonandi fleirri lið, gengur ekki að vera með 8liða deild. Alltof fáir leikir! Þarf að minnka bilið milli 1.deildar og úrvals. Koma á jöfnunarsjóði, þar sem mörg félög veigra sér við því að spila í 1.deild, vegna ferðakostnaðar!