08:05
{mosimage}
Nú fer spennan að magnast, í 3. sæti samkvæmt spá spekinganna verður Breiðablik.
Körfuboltasaga Breiðabliks er orðin býsna löng, það var tímabilið 1967-68 sem Breiðablik hóf leik. Liðið hefur leikið lengstum í næst efstu deild en átt nokkra spretti í efstudeild, fyrst tímabilið 1976-77, þeir komu svo aftur upp 1987 og voru eitt tímabil í deildinni og aftur 1992-93 og svo 1995-97. Lengsta dvöl þeirra í efstu deild hófst svo haustið 2001 og lauk þremur tímabilum seinna, 2004 Þær breytingar hafa orðið á hóp Breiðabliks, þeir hafa fengið Odd Jóhannsson frá Stjörnunni, Björgvin Ottósson frá ÍG, Rúnar Pálmarsson frá Þór Þ, Jón Hrafn Baldvinsson frá KR, Þórólf Þorsteinsson frá ÍS, Leif Stein Árnason frá ÍS auk þess sem karfan.is hefur heimildir fyrir því að Breiðablik sé um það bil að landa samningi við bandarískan leikmann. Frá Breiðablik eru farnir Páll Guðbrandsson til KR, Jóhann Líndal í Ármann/Þrótt, Sigurð Sigurjónsson í Hrunamenn og Hjörtur Halldórsson í FSu. Nýr þjálfari Breiðabliks er Bojan Desnica sem hefur þjálfað hjá KR undanfarin ár. Bojan svarði spurningum karfan.is Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Sigmar Björnsson
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Aðalsteinn og Sævar.
Er liðið með erlendan leikmann?
Já
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Já
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Agi.
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Að vinna deildina
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Breiðablik.
Hvaða lið vinnur deildina?
Breiðablik.
Hvernig sérð þú 1. deildina fyrir þér í framtíðinni?10 liða deild þar sem leikin er tvöföld umferð og úrslitakeppni á eftir.