16:20
{mosimage}
Lið Vals hefur fengið sterka leikmenn til liðs við sig og einnig misst nokkra sterka. Ragnar Steinsson mun ekki leika með liðinu í vetur en hann hefur haldið í víking til Danmerkur til þess að setjast á skólabekk. Ásamt honum hafa efnilegir leikmenn yfirgefið liðið en í staðinn hafa margir efnilegir leikmenn einnig komið í það.
Rob Hodgson mun þjálfa og spila með liðinu í vetur en hann var áður hjá Þór Þ. Leysir hann af Eggert Maríuson.
Miklar væntingar eru bundnar við Valsliðið og verður athyglisvert að sjá hvernig þeir koma undan sumri. Þeir spila á nýjum glæsilegum heimavelli í vetur.
Sævaldur Bjarnason aðstoðarþjálfari svaraði spurningum okkar.
Hvaða leikmaður/menn eiga eftir að koma á óvart í vetur:
Við erum með marga unga leikmenn í okkar liðið þannig að ég held það það sé ómögulegt að taka einhvern einn út af þeim sem gætu komið á óvart, Við höfum verið með efnilega leikmenn undanfarin ár sem eru vonandi orðnir næginlega líkamlega sterkir til þess að takast á við það álag og þá leikmenn sem þeir koma til með að keppa við í sterkri 1.deild karla í ár
.
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fygljast með í vetur :
Ég held að Alexander Dungal verði sá íslendingur í okkar liði sem vert er að fylgjst með Alex hefur verið að leika mjög vel á undirbúningstímabilinu, en við höfum bara spilað við lið í efstu deild og hefur Alex átt mjög fína leiki á móti stærri og líkamlega sterkum leikmönnum og verður spennandi að fygljast með honum í vetur. Síðan hefur liðið fengið til sín Jason Harden frá Þór en Jason er mikill orkubolti og hefur hjálpað þeim liðum sem hann hefur verið í geysilega mikið undanfarin ár. Jason er mjög duglegur leikmaður og gefur öðrum leikmönnum gott fordæmi með vinnusemi og ákveðni. Einmitt þannig leikmann þurfum við með okkar ungu menn og því held ég að Jason sé leikmaður sem vert er að gefa athigli í vetur en hann kemur með yfirvegun og góða reynslu inn í okkar lið.
Er liðið með erlendan leikmann?
Já. Liðið er með spilandi þjálfara í Rob Hodgson, en hann hefur þjálfað með góðum árangri í Þorlákshöfn undanfarin 3 ár og verður spennandi að sjá hvernig hann nær að móta ungt og efnilegt Valslið.
Hefur undirbúningur verið ásættanlegur ?
Já við höfum fengið ágætan undirbúning. Við byrjðum aðra vikuna í ágúst og höfum náð að spila marga leiki á þessu undirbúningstímabili, við héldum Valsmót og síðan var okkur boðin þáttaka í Greifamótinu sem var okkur mjög gott, þar fengum við að spila 4 leiki við úrvalsdeildarlið á 3 dögum og gátum fínpússað mikið af hlutum. Síðan höfum við náð góðum leikjum í Rvk-móti og nokkrum æfingarleikjum. þannig að við höfum vonandi náð að undirbúa okkur undir átök vetrarins. En við þurftum klárlega öllum þessum leikjum að halda því við erum með marga nýja menn og nýjan þjálfara þannig að með breyttum áherslum tekur tíma að koma öllu fyrir.
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs.
Við erum með marga hreyfanlega stóra stráka sem geta skotið boltanum í bland við snögga minni bakverði okkar þannig að við getum spilað nokkuð fjölbreyttan bolta teljum við. Við komum til með að keyra vel völlinn og erum með góðar skyttur í okkar liðið, einnig erum við með leikmenn sem geta póstað upp þannig að það verður vonandi skemmtilegt að fylgjast með okkur í vetur. Við ætlum okkur að vera ákveðnir varnalega og komum örugglega til með að blanda hinum og þessum pressum saman í varnarleik okkar.
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Markmiðið er að fara inn í hvern leik til þess að sigra hann, og markmið vetrarins er að fara upp í efstu deild karla. Við viljum komast beint upp þannig að við stefnum á 1. sæti 1.deildar. og teljum okkur hafa góða blöndu af leikmönnum og þjálfaraliði til þess að þau markmið náist í vor.
Hvaða lið eiga eftir að koma á óvart í vetur ?
Ég held að lið eins og Ármann/Þróttur komi á óvart í vetur. Þeir hafa fengið til sín margreynda "kalla" úr KR og einnig er Gulli komin að þjálfa þá frá UMFT og fleiri leikmenn hafa þeir líka fengið. Ég held að reynsla þeirra úr efstu deild komi til með að hjálpa þeim mikið og þeir eiga eftir að koma öðrum liðum á óvart í vetur en líklega ekki þeim sjálfum. Í raun held ég að 1.deildinn verði jafnari í ár en undanfarin ár. T.d í fyrra vorum við með Þór Akureyri sem voru einhvernvegin aldrei í hættu með 1 sæti deildarinnar. En núna sér maður nokkur lið vera að berjast um efsta sætið og síðan held ég að baráttan inn í úrslitakeppni verði einnig mjög hörð og spennandi.
Hvaða lið vinnur deildina ?
Ég held að mitt lið Valur vinni deildina. Við erum búnir að vera nálægt því markmiði okkar síðustu 2 ár að komast upp í efstu deild. Við höfum fengið aftur 3 af okkar efnilegustu leikmönnum úr yngri flokkum og síðan höfum við náð að blanda við það fleirri ungum og nokkrum reynslumönnum einnig. Og teljum okkur vera með rétta blöndu af leikmönnum til þess að sigra 1.deild karla í ár og ekki skemmir fyrir að við erum komnir aftur á heimavöllinn okkar að Hlíðarenda í lang flottasta íþróttahús landsins !
Hvernig sérðu 1.deildina fyrir þér í framtíðinni?
Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir lið í 1.deild að fá eins marga leiki og hægt er og því er ákaflega mikilvægt að hafa þetta full-liðaða deild þ.e tímabil eins og í fyrra var algjörlega misheppnað hvað varða fjölda leikja. Ég held að liðin sem eru í 1.deild þurfi marga leiki til þess eins að undirbúa sig fyrir efstu deild. liðin hafa verið að styrkja sig mörg hver og það er bara mjög gott. Ég vona að bilið milli 1.deildar og efstu minnki en það hefur verið mikið gap þar á milli undanfarin ár. Þau lið sem eru í 1.deild hafa oftar en ekki lent í vandræðum í efstu deild eða hafa þurft að fara í stórfelldar fjölgun á leikmönnum sínum þegar þeir koma upp. Ég vona að metnaður haldi áfram og að sem flest lið séu að keppa að því markmiði að komast upp. Um leið og það gerist þá verður umhverfið samkeppnishæfara við efstu deild og það hjálpar bara körfunni á hærra plan. Ég sé 1.deildina fyrir mér bara áfram að styrkjast og vonast til þess að við lendum ekki í svona klúðri eins og síðasta tímabil varð aftur.
En málið er að íslenskur körfubolti er í mikilli sókn og búin að vera það undanfarið og vonandi fáum við áfram þá fínu umfjöllun sem við höfum fengið undanfarið. En karfan er ekki bara ósjálfrátt á mikilli uppleið því það er liðunum og sambandinu að þakka að við erum á réttri leið. Liðin sína metnað og vilja gera vel. Leikmenn, þjálfarar og þeir sem standa að þessu vilja sinna þessu eins vel og þeir geta. Og með þannig blöndu hljóta einhverjir góðir hlutir að gerast og þurfum við bara að halda áfram að sinna þessu vel og halda áfram að koma körfunni á hærra plan.
Komnir :
Robert Hodgson spilandi þjálfari frá Þór Þ
Alexander Dungal ,FSU
Hörður Helgi Hreiðarsson , FSU
Jason Harden, Þór Þ.
Ragnar Gylfason , Fjölnir
Sigurður Tómasson, Þór Þ.
Guðmundur Kristjánsson, USA
Hilmir Hilmarsson, Fjölnir
Farnir :
Zach Ingles farin til Argentínu
Matteo Cavallini, Ítalíu
Ragnar Steinsson , Farin í nám í DK
Páll Fannar Helgason , KR
Hjalti Friðriksson í nám í USA
Haraldur Valdimarsson, í nám í USA