spot_img
HomeFréttir1 á 1 Telma Fjalarsdóttir

1 á 1 Telma Fjalarsdóttir

Fullt nafn: Telma Björk Fjalarsdóttir
Aldur: 22
Félag: Breiðablik
Hjúskaparstaða: Í sambúð
Happatala: 10

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
Byrjaði að æfa með KR haustið 2002

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?
Hanna Kjartans

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi?
Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?
Keith Vassel

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Margrét Kara í Kef

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Hanna Kjartans

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Klárlega Yngvi Gunnlaugsson (þorir maður að segja annað?) hehe

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
Steve Nash

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?
Jordan

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?
Nei, því miður.. það er eitt af áramótaheitunum sem verða efnd:)

Sætasti sigurinn á ferlinum?
Hmmm… þeir hafa kannski ekki verið margir en allir mjög sætir

Sárasti ósigurinn?
Það mun vera þríframlengdi leikurinn við ÍS núna fyrir jól – mjög sárt

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Frjálsar, sem ég stundaði á mínum yngri árum.

Með hvaða félögum hefur þú leikið?
KR og Breiðablik

Uppáhalds:
kvikmynd: Pretty woman
leikari: Al Pacino
leikkona: Jessica Alba
bók: Mýrin, og Grafarþögn helst, er einlægur aðdáandi Arnaldar Indriðasonar
matur: Dominos pizza -love it
matsölustaður: Ítalia og Eldsmiðjan standa alltaf fyrir sínu
lag: Through time með Róisín Murphy
hljómsveit: Architecture in Helsinki, Hot Chip og GusGus svo einhverjar séu nefndar
staður á Íslandi: Þórsmörk
staður erlendis: Kaupmannahöfn
lið í NBA: Phoenix
lið í enska boltanum: Liverpool
hátíðardagur: Aðfangadagur
alþingismaður: Þorgerður Katrín menntamálaráðherra

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Reyni að slaka vel á og borða orkuríkan mat, og hugsa um leikinn og set sjálfri mér markmið.

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Ég myndi segja að maður læri jafn mikið af sigur og tapleikjum, að fara ekki of langt niður í tapleikjunum og ekki of hátt í sigurleikjunum… En reyndar hef ég sjálf lært næstum allt mitt í tapleikjum:)

Furðulegasti liðsfélaginn?
Heiðrún Ösp Hauksdóttir og Freyja Fanndal eru báðar stórskrýtnar.

Besti dómarinn í IE-deildinni?
Það fer mjög mikið eftir leiknum, mjög mismunandi hver er bestur hverju sinni:)

Erfiðasti andstæðingurinn?
Keflavíkurmiðherjarnir án efa, Maja Ben og Bryndís

Þín ráð til ungra leikmanna?
Aldrei of seint að byrja, trúa á sjálfan sig og hafa gaman af leiknum! Æfingin skapar meistarann.

Fréttir
- Auglýsing -