spot_img
HomeFréttir1 á 1 Sveinbjörn Claessen

1 á 1 Sveinbjörn Claessen

IRFullt nafn: Sveinbjörn Claessen
Aldur:  21
Félag:  ÍR
Hjúskaparstaða: Á kærustu sem heitir Arna Hlín Daníelsdóttir
Happatala:  10
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?  
Í besta íþróttahúsi landsins, Seljaskóla, 9 ára.
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? 
Ætli maður hafi ekki fyrst litið hvað mest upp til þeirra
Eika Ön, Hebba og John Rhodes þegar maður var lítill.
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi? 
Brenton og Helena Sverris
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi? 
Damon Johnson myndi ég segja þó maður hafi ekki spilað gegn honum.
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? 
Allir strákarnir í 7. flokki ÍR sem ég og Elvar Guðmundsson þjálfum.
Verðandi meistarar þar á ferð.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Byrjaði á körfunámskeiði hjá Einari Ólafs en Kristján Sveinlaugsson var fyrsti þjálfarinn.
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?  
Þeir eru margir góðir en ég held að Jón Arnar standi þar fremstur í flokki.
Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn?
LeBron, verður sá besti!
Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi? 
Jordan held ég.
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já,hvaða leik?
Fór árið 2004 þegar ég var skiptinemi á leik Phoenix – Sacramento.
Steve Nash var reyndar ekki kominn og Phoenix var ég held með lélegri
liðum deildarinnar en þeir unnu Bibby, Webber og félaga. Var meira að segja
færður í sæti næstum alveg við völlinn í hálfleik þegar upp komst að ÍSLENDINGUR
væri á leiknum! Hrikalega gaman að fara á svona leik.
Sætasti sigurinn á ferlinum? 
Bikarinn um síðustu helgi, gerist ekki betra
Sárasti ósigurinn? 
Óþarfi að rifja þannig leiki upp.
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? 
Fótboltinn. Fullt af fótboltabullum í liðinu einsog Óli, Fanni og Trausti sem
maður getur rifist endalaust við. Síðan er ekki leiðinlegt þegar við ungu pungarnir
vinnum Eika og hina gamlingjana þegar spilaður er bolti í upphitun. Síðan er alltaf
gaman að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu þegar vel gengur.
Með hvaða félögum hefur þú leikið? 
ÍR og eitt ár í Mira Mesa High School í San Diego
Uppáhalds: 
kvikmynd: The Shawshank Redemption
leikari:  Sean Connery alltaf góður.
leikkona: Vá, dettur engin í hug. Julia Roberts í My Best Friends Wedding (Einmitt!)
bók: Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn er góð. Hægt að læra ýmislegt af henni.
matur: Lambahryggurinn hennar mömmu
matsölustaður:  Nonnabiti klikkar aldrei
lag: Growing pains með Ludacris
hljómsveit: Common er minn uppáhalds tónlistamaður og U2 hljómsveitin
staður á Íslandi: Bústaðurinn í Grímsnesi, fallegasti staður sem hægt er að hugsa sér.
staður erlendis:  New York er sú flottasta sem ég hef komið til. Vegas engu síðri.
lið í NBA:  Chicago Bulls, alltaf á uppleið
lið í enska boltanum:  Man United að sjálfsögðu!
hátíðardagur: afmælisdagurinn er alltaf skemmtilegur
alþingismaður: Ekkert þannig
vefsíða: Hrökkbrauðin og karfan.is
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? 
Halda í alla hjátrú, borða góðan mat, slappa af, spila góða tónlist og mæta snemma
í íþróttahúsið.
 
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Blandað held ég, aðallega að gera sér grein fyrir góðu hlutunum og þeim slæmu sem
maður gerir í hverjum leik fyrir sig og bæta þá góðu og læra af mistökunum.
Furðulegasti liðsfélaginn? 
Ég held að flestir séu sammála um að Trausti Stefánsson (Thunder Tuss/Þruman)
sé svolítið furðulegur.
Besti dómarinn í IE-deildinni? 
Þeir eru margir mjög góðir og standa sig vel en Kiddi ber af.
Erfiðasti andstæðingurinn? 
Ég sjálfur.
Þín ráð til ungra leikmanna? 
Æfa, æfa, æfa. Alltaf að halda áfram og leggja sig 100% fram í öllu því sem maður gerir.
Setja sér raunhæf markmið og vinna jafnt og þétt í því að ná þeim.
Fréttir
- Auglýsing -