spot_img
HomeFréttir1 á 1: Simmi Dómari

1 á 1: Simmi Dómari

 Fullt nafn: Sigmundur Már Herbertsson

Aldur: Fæddur 1.ágúst 1968

Félag: UMFN

Hjúskaparstaða/börn: Giftur Sigurbjörgu E. Gunnarsdóttur. Eigum tvo drengi sem heita  Herbert Már og Gunnar Már.

Happatala: Sex 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?  1978 í Njarðvík

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Ted Bee

Hvenær byrjaðir þú að dæma? 1994

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi? Teitur Örlygsson og Anna María Sveinsdóttir

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi? Frank Booker / Anatoly Kovtune

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Margir mjög góðir

Besti dómarinn á Íslandi?  Góð spurning.

Efnilegasti dómarinn á Íslandi? Það koma nokkrir til greina.

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Ted Bee

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Nokkrir mjög góðir 

Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? James Worthy

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi? Michael Jordan

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei

Sætasti sigurinn á ferlinum?  Dæmdi í 16 liða úrslitum hjá FIBA EuroCup kvenna

Sárasti ósigurinn? Þegar ég komst ekki til að dæma hjá St. Petersburg vegna verkfalls hjá SAS.

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Strandblak kvenna

Með hvaða félögum hefur þú leikið? UMFN, Reyni Sandgerði, Víði og síðast en ekki síst Hrönn. 

Uppáhalds:

leikari: Samuel L. Jackson

leikkona: Angelina Jolie

bók: Da Vinci Code

matur: Mexíkanskur matur

matsölustaður: Engin sérstakur

lag: Mörg

hljómsveit: Sálin

staður á Íslandi: Þingvellir

staður erlendis: Hrifinn  af Ítalíu

lið í NBA: LAKERS

lið í enska boltanum: LEEDS

hátíðardagur: 3.júnía

lþingismaður: Það koma fáir til greina

Vefsíða: KKDÍ.is, KKÍ.is og karfan.is 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Snilld ef maður getur náð sé í smá lúr.

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?  Það er hægt að læra eitthvað af öllum leikjum. 

Furðulegasti dómarinn? Kemur frá Noregi og dæmir alltaf með eyrnatappa. Fínn kall.

Þín ráð til ungra dómara? Geta tekið gagnrýni og hafa metnað til að vera alltaf að bæta sig.

Fréttir
- Auglýsing -