spot_img
HomeFréttir1 á 1: María Ben Erlingsdóttir

1 á 1: María Ben Erlingsdóttir

 dd
 María Ben í leik með landsliðinu
1 á 1: María Ben Erlingsdóttir
Fullt nafn: María Ben Erlingsdóttir
Aldur: 17, verð 18 á þessu ári...
Félag: Keflavík
Hjúskaparstaða: Á föstu
Happatala: 15
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
Ég var um 7 til 8 ára gömul og auðvitað með Keflavík.
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?
Anna María Sveinsdóttir.
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá
upphafi?

Bæði Anna María Sveinsdóttir og Helena Sverrisdóttir en karla er það Jón
Arnór Stefánsson.
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?
Damon Johnson.
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Hörður Axel.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Erla Reynis og Marín í minni-bolta.
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Sigurður Ingimundarsson.
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
LeBron James.
Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?
Jordan.
Sætasti sigurinn á ferlinum?
Þegar við urðum Norðurlandameistarar árið 2004 og unnum Svíþjóð.
Sárasti ósigurinn?
Á móti Svíþjóð þetta árið um Norðurlandameistara-titilinn...
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Ég neyðist til að segja fótbolti.
Með hvaða félögum hefur þú leikið?
Keflavík
Uppáhalds:
- kvikmynd: Love and Baskeball
- leikari: Denzel Washington
- leikkona: Angelina Jolie
- bók: ég les aðeins skólabækur um þessar mundir..
- matur: kjúklingarétturinn hennar mömmu :)
- matsölustaður: American Style
- lag: Bob Marley-No Woman No Cry
- hljómsveit: Foo Fighters
- staður á Íslandi: Skorradalur
- staður erlendis: Spánn
- lið í NBA: Lakers
- lið í enska boltanum: Arsenal
- hátíðardagur: Jólin
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Þar sem ég er mjög hjátrúafull þá reyni ég að gera það sama fyrir hvern
leik: borða pasta, drekka Gatorade og hlusta á No Woman No Cry með Bob
Marley.
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Tapleikjum
Furðulegasti liðsfélaginn?
Margrét Kara (ekkert illa meint : )
Eftirminnilegasta karfan sem þú hefur gert á ferlinum?
Þegar við vorum að keppa í unglingaflokki fyrir nokkrum árum, þegar það
voru ör-fáar sekúndur eftir og við erum einu stigi undir og ég þarf að
taka 2 vítaskot og hitti úr báðum og við unnum leikinn.
Besti dómarinn í IE-deildinni?
Leifur Garðarson frændi hefur alltaf verið bestur :)
Erfiðasti andstæðingurinn?
Helena Sverrisdóttir.
Mynd: www.vf.is - Þorgils Jónsson
Fréttir
- Auglýsing -