spot_img
HomeFréttir1 á 1: Jovana Stefánsdóttir

1 á 1: Jovana Stefánsdóttir

{mosimage}

 

Fullt nafn: Jovana Lilja Stefánsdóttir

 

Aldur: 22 ára

 

Félag: Grindavík

 

Hjúskaparstaða: Á lausu

 

Happatala: 9

 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?

Þegar ég var 9 ára gömul og með Grindavík

 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?

Anna Dís Sveinbjörnsdóttir

 

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi?

Helena Sverrisdóttir og Anna María Sveinsdóttir og í karlaflokki myndi ég segja Jón Arnór Stefánsson

 

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?

Damon Johnson

 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?

Ingibjörg Jakobsdóttir

 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?

Anna Dís Sveinbjörnsdóttir

 

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?

???

 

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?

Kobe Bryant

 

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?

Michael Jordan

 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?

Nei ég á það eftir

 

Sætasti sigurinn á ferlinum?

Erfitt að gera upp á milli

 

Sárasti ósigurinn?

Allir úrslitaleikir sem tapast eru gríðalega sárir

 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?

Hiklaust fótbolti

 

Með hvaða félögum hefur þú leikið?

Grindavík

  

Uppáhalds:

 

kvikmynd: Cruel Intentions og Coach Carter

leikari: Samuel Jackson

leikkona: Ilmur Kristjánsdóttir er öflug í Stelpunum

bók: Sjálfstætt fólk

matur: Kjúklingasalat

matsölustaður: Ítalía og Salatbarinn

lag: Hotel California

hljómsveit: U2, Metallica svo eitthvað sé nefnt

staður á Íslandi: Akureyri og þar í kring

staður erlendis: Grikkland

lið í NBA: Ekkert sérstakt en hélt mikið uppá Chicago Bulls þegar Jordan var að spila

lið í enska boltanum: Manchester United

hátíðardagur: Aðfangadagur

alþingismaður: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

vefsíða: vf.is og karfan.is

 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?

Hugsa um leikinn, borða hollt og drekk nógu mikið vatn yfir daginn.

 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?

Hmm… sitt litið af hvorum myndi ég segja.

 

Furðulegasti liðsfélaginn?

Íris Sverrisdóttir og Alma Rut Garðarsdóttir, get ekki gert upp á milli.

 

Besti dómarinn í IE-deildinni?

Simmi (Sigmundur Már Herbertsson) og svo er Jón Guðmundsson ágætur.

 

Erfiðasti andstæðingurinn?

Pálína Gunnlaugsdóttir

 

Þín ráð til ungra leikmanna?

Ekki láta æfingarnar með félagsliðinu duga, heldur æfa aukalega.

Fréttir
- Auglýsing -