spot_img
HomeFréttir1 á 1: Hlynur Bæringsson

1 á 1: Hlynur Bæringsson

{mosimage}

Fullt nafn: Hlynur Elías Bæringsson

Aldur: 24 ára

Félag: Snæfell

Hjúskaparstaða: Í sambúð með Unni Eddu Davíðsdóttur

Happatala: Ég hef ekkert svoleiðis

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
Það var á skólavellinum í Grundarfirði með bræðrum mínum og félögum,hef spilað ansi marga leiki síðan þá en fáir toppa þessa í skemmtanagildi, ógleymanlegur tími. Fyrsta yngri flokka æfingin var í Stykkishólmi, fékk að vera með á einni æfingu. Byrjaði svo að æfa hjá KR í 8.bekk undir stjórn Benna Gumm og lærði mikið af þeim meistara.
 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?
Ætla ekki bara að nefna eina. Horfði fyrst á NBA þegar Barkley var að keppa við  og
dáðist að Barkley, hann er enn minn uppáhaldsmaður. Hérna heima fannst mér Valur
Ingimundar og Teitur Örlygs miklir töffarar og sigurvegarar.
 

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi?

Valur Ingimundar og Teitur Örlygs. Segi Alda Leif hjá konunum til að gleðja Sigga Þ.
 

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?
Brenton Birmingham þó hann sé íslenskur í dag, hefur átt frábæran feril hérna

 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Hörður Axel í Fjölni

 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Fyrsti alvöru þjálfarinn var Benedikt Guðmundsson
 

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Geoff Kotila klárlega

 

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
Dirk Nowitzki

 

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?
Charles Barkley

 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?
Orlando Portland árið 2000 og New Jersey-Miami í úrslitakeppninni 2005

 

Sætasti sigurinn á ferlinum?
Hafði ógurlega gaman að því að vinna A-landsliðið með elítulandsliðinu árið 2000
 
Sárasti ósigurinn?
Keflavík seinna árið í úrslitunum og einnig þegar við rétt töpuðum á móti Spáni með u-20 liðinu.

 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Póker

 

Með hvaða félögum hefur þú leikið?
Grundarfirði, KR,Skallagrím,Snæfell og Woon!Aris.

 

Uppáhalds:

kvikmynd: Rounders

leikari: Al Pacino

leikkona: engin sérstök

bók: Da vinci code

matur: vel eldaður fiskur

matsölustaður: Narfeyrarstofa og Fimm Fiskar

lag: All those yesterdays með Pearl Jam

 

hljómsveit: Pearl Jam

staður á Íslandi: Grundarfjörður og Stykkishólmur

 

staður erlendis: New York

lið í NBA: Bobcats

lið í enska boltanum: Liverpool

hátíðardagur: Engin sérstakur

alþingismaður: Davíð Oddsson
 

Vefsíða: Karfan.is

 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Reyni að borða hollan mat daginn fyrir og á leikdag svo bara að fá nægilega hvíld

 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? 
Tapleikjum, annars læriru mest á æfingum

 

Furðulegasti liðsfélaginn?
Sigurbjörn Þórðarson fyrsta árið mitt í Snæfell, ég mætti á mína fyrstu æfingu og hann tók á móti mér og sagði "sæll Hlynur, ég heiti Siggó og get ekki neitt."

 

Besti dómarinn í IE-deildinni?
Jón Guðmunds hefur komið mér á óvart og mun ná félögum sínum úr Reykjanesbæ með meiri reynslu

 

Erfiðasti andstæðingurinn?
Alltaf gaman og erfitt að taka á Frikka Stef hérna heima, úti er það Zach Pachulia leikmaður Atlanta Hawks

 

Þín ráð til ungra leikmanna?
Æfðu meira en aðrir, hlustaðu á þá sem vita meira en þú og ekki halda að þú sért nafli alheimsins þó þú getir eitthvað í körfubolta

 

Fréttir
- Auglýsing -