spot_img
HomeFréttir1 á 1: Helena Sverrisdóttir

1 á 1: Helena Sverrisdóttir

{mosimage}

 

 

 

Þeir eru margir varnarmennirnir sem eiga erfitt þegar þeir lenda í 1 á 1 gegn Helenu Sverrisdóttur. Karfan.is var ekki feimin við að skella sér í rimmu við eina bestu körfuknattleikskonu landsins. Helena leikur með Haukum og var lykilsprautan í Íslandsmeistaratitli Hauka á síðustu leiktíð.

 

Fullt nafn: Helena Sverrisdóttir

Aldur: 18.ára

Félag: Haukar

Hjúskaparstaða: í sambandi

Happatala: 4

 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?

Ég var 5 ára, með Haukunum(með mbl. kk)

 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?

Líklegast Jordan

 

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki

Frá upphafi?

Jón Arnór og Anna María Sveinsdóttir

 

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?

Stevie Johnson

 

Efnilegustu leikmenn landsins um þessar mundir?

Hössi og Gugga systir.

 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?

Sverrir Hjörleifsson, pabbi.

 

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?

Ágúst Björgvinsson

 

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?

LeBron James

 

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?

Michael Jordan

 

Sætasti sigurinn á ferlinum?

Á móti Svíþjóð 2004, unnum leikinn og vorum Nordurlandameistarar: )

 

Sárasti ósigurinn?

Gegn ÍS í undanúrslitum í bikarnum í febrúar.

 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?

Fótbolti

 

Með hvaða félögum hefur þú leikið?

Haukum

 

Uppáhalds:

kvikmynd: Kingdom of Heaven, Pirates of the Caribbean

leikari: Johnny Depp

leikkona: Keira Knightly

bók: Les voða lítið annað en skólabækur. Las seinast sjálfstætt

fólk sem er þunglesin en ágæt.

matur: Grilluð kjúklingabringa

matsölustaður: Ruby Tuesday, enda er það orðið að svona

"fagnaðar-stað" okkar Haukakvenna..

lag: Ekkert ákveðið, mjög breytilegt eftir skapi.

hljómsveit: Engin ákveðin

staður á Íslandi: Heima

staður erlendis: Fort Worth, Texas

lið í NBA: Dallas Mavericks

lið í WNBA: Connecticut Suns

lið í enska boltanum: Chelsea

 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?

Hugarþjálfun, sé sjálfan mig spila leikinn.

 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?

Sigurleikjum.

 

Furðulegasti liðsfélaginn?

Unnur Tara

 

Eftirminnilegasta karfan sem þú hefur gert á ferlinum?

Skoraði einu sinni flautukörfu frá miðju, spjaldið ofaní, skemmtileg reynsla. Rifjast

alltaf upp þegar maður hugsar um einhverja flotta körfu

 

{mosimage}

 

Myndir: www.vikurfrettir.is

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -