Í þessum þætti af 1 á 1 fáum við umræddasta mann vikunnar í heimsókn. Ari Gunnarsson hefur marga fjöruna sopið sem leikmaður og þjálfari. Farið er yfir ferilinn og góðar sögur rifjaðar upp. Einnig er farið yfir mál vikunnar þar sem Ari var látinn taka pokann sinn hjá Skallagrím og hefur eftir það sagt frá vinnuumhverfinu sem hann þurfti að þola þar.
Podcast Körfunnar er í boði Dominos og minnt er á að hlustendur fá 30% afslátt af sóttum pítsum með kóðanum “karfan.is” panti þeir í gegnum Dominos.is eða með Dominos appinu.
Umsjón: Ólafur Þór Jónsson
Efnisyfirlit:
1:00 – Uppeldið hjá Val
5:00 – Viðkoma í Svíþjóð og Patreksfirði
7:10 – Þrettán ár í Borgarnesi
17:45 – Eftirminnilegustu samherjarnir og mótherjarnir
22:00 – Spilar og þjálfar hjá Hamri
26:45 – Andrúmsloftið hjá KR heillaði
32:45 – Endurkoma til Vals og rýtingur í bakið þar
37:00 – Ari tekur við Skallagrím eftir undanúrslit í bikar
41:15 – Ekkert undirbúningstímabil og viðvörunarbjöllur hringja
47:45 – Brottreksturinn frá Skallagrím frá A-Ö – „Það þarf eitthvað að gerast“