spot_img
HomeFréttir08 Stockholm lá í síðasta leik fyrir jól

08 Stockholm lá í síðasta leik fyrir jól

Helgi Magnússon gerði 11 stig í gær þegar 08 Stockholm HR tapaði 87-76 á útivelli gegn Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Eftir tapið í gær er 08 í 5. sæti sænsku deildarinnar með 20 stig en leikurinn í gær var síðasti leikur 08 fyrir jólafrí. Helgi og félagar verða svo aftur á ferðinni 27. desember þegar LF Basket kemur í heimsókn.
Helgi lék í tæpar 37 mínútur í leiknum í gær og gerði 11 stig. Hann var einnig með 8 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Fyrir jól hefur Helgi verið með 13,2 stig og 6,1 frákast að meðaltali í leik hjá 08.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -