Dominos deild kvenna:

Besti bakvörður finnsku deildarinnar samdi við KR

14.sep.2018  17:12 Oli@karfan.is

KR hefur samið við Kiönu Johnson um að leika með liðinu í Dominos deild kvenna á komandi leiktíð. KR er nýliðar í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deild kvenna sannfærandi á síðustu leiktíð. 

 

Kiana kemur frá liði Honka í efstu deild á Finnlandi, þar var hún með 17,4 stig, 6,7 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það skilaði henni í úrvalslið deildarinnar á síðustu leiktíð auk þess sem hún var valin bakvörður ársins. 

 

Hún lék upprunalega með Michigan State háskólanum í Bandaríkjunum en útskrifaðist frá Virginia Union háskólanum. Þar var Kiana valin besti leikmaður annarar deildar háskólaboltans eftir frábært tímabil.