1. deild karla:

Davíð Guðmundsson til Fjölnis

12.sep.2018  07:00 Oli@karfan.is

Fjölnir heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í 1. deild karla. Í kvöld var tilkynnt að Davíð Guðmundsson hefði samið við liðið um að leika með þvi á næsta tímabili. 

 

Davíð er uppalinn hjá Skallagrím og hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu síðustu ár og var til að mynda með 8,2 stig að meðaltali í leik fyrir Borgnesinga á síðustu leiktíð auk þess sem hann var með 44% nýtingu í þriggja stiga skotum sínum. Í síðustu viku var tilkynnt að hann myndi ekki leika áfram með Skallagrím og hefur nú samið við Grafarvogsfélagið.

 

Fyrr í sumar hefur Fjölnir einnig samið við þá Andrés Kristleifsson, Vilhjálm Theodór Jónsson, Hreiðar Bjarka Vilhjálmsson og Róbert Sigurðsson eru ætla sér greinilega stóra hluti í 1. deild karla á komandi leiktíð.