2K19 kemur út í dag

Þessir eru með hæstu einkunnina í NBA 2K19

11.sep.2018  07:00 Oli@karfan.is

Eftirsóttasti körfuboltatölvuleikur nútímans NBA 2K kemur út á næstunni í nýrri árlegu útgáfunni. NBA 2K19 hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu en grafík leiksins og spilun hefur tekið gríðarlegum framförum síðustu árin. 

 

Framleiðendur leiksins hafa lagt áherslu á að bæta raunveruleikastig leiksins. Grafík leiksins hefur verið bætt enn meira og munurinn á milli tölvuleiksins og raunveruleikans orðin ansi lítill. 

 

Söguþráðurinn í MyPlayer möguleika leiksins hefur aftur verið tekinn í gegn og getur leikmaðurinn þinn nú farið út fyrir Bandaríkin í leið sinni að NBA deildinni. Þá hefur MyTeam möguleikinn fengið nýja möguleika. 

 

Leikmenn í NBA deildinni bíða oftar en ekki fullir eftirvæntingar eftir að vita hvað þeir fá í leiknum á skalanum 0-100. Sumir verða hundfúlir með sína einkunn á meðan aðrir geta vel við unað. Hér fyrir neðan má sjá 10 bestu leikmennina og einkunn þeirra í NBA 2K19 en sitt sýnist hverjum. 

 

1. Lebron James - 98

2. Kevin Durant - 97

3. James Harden - 96

4. Stephen Curry - 95

5. Anthony Davis - 94

6. Giannis Antetokounmpo - 94

7. Kahwi Leonard - 94

8. Russell Westbrook - 94

9. Kyrie Irving - 93

10. Karl-Athony Towns - 91 

 

Það er ljóst að mikil spenna er fyrir þessum vinsæla leik. Leikurinn kemur út þann 11. september og verður fáanlegur í öllum ELKO búðum landsins.