U16:

U16 ára lið stúlkna á leið á EM í Svartfjallalandi

14.ágú.2018  13:31 davideldur@karfan.is


U16 ára landsliðs stúlkna hélt út í morgun til Svartfjallalands þar sem þeir mun leika á Evrópumóti FIBA dagana 16.-25. ágúst. Þetta er 6. og síðasta yngra landslið Íslands sem tekur þátt á EM í sumar. Liðið ferðast í dag og æfir og kemur sér fyrir á morgun áður en fyrsti leikur hefst á fimmtudaginn.


Stelpurnar okkar leika í riðli með fimm þjóðum, Bretlandi, Grikklandi, Makedóníu, Svíþjóð og heimastúlkum frá Svartfjallalandi. Eftir keppni í riðlinum verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni. 


Alls eru 23 lið í B-deild Evrópukeppninnar þar sem Ísland tekur þátt. 16 lið leika í A-deild og 8 lið í C-deild og því 47 af 51 evrópulöndum innan FIBA sem taka þátt í U16 keppni stúlkna í ár.


Leikjaplan liðsins í riðlakeppninni er sem hér segir: 
Ísland-Svíþjóð · Fimmtudaginn 16. ágúst kl. 11:45
Ísland-Svartfjallaland · Föstudaginn 17. ágúst kl. 18:30
Ísland-Grikkland · Laugardaginn 18. ágúst kl. 15:15
- Frídagur · Sunnudagur 19. ágúst -
Ísland-Bretland · Mánudaginn 20. ágúst kl. 16:15
Ísland-Makedónía · Þriðjudaginn 21. ágúst kl. 15:15


Allir leikir á EM yngri landsliða eru í beinni útsendingu á YouTube-rás FIBA og einnig er lifandi tölfræði frá öllum leikjum þannig að mjög auðveld er að fylgjast með leikjum ÍSLANDS á EM yngri liða.


Hér er heimasíða keppninnar með beinum útsendingum og lifandi tölfræði


ÍSLAND · U16 ára lið stúlkna

Anna Margrét Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Bríet Ófeigsdóttir · Breiðablik
Edda Karlsdóttir · Keflavík
Eva María Davíðsdóttir · Keflavík
Gígja Marín Þorsteinsdóttir · Hamar
Helga Sóley Heiðarsdóttir · Hamar
Hjördís Lilja Traustadóttir · Keflavík
Sara Lind Kristjánsdóttir · Keflavík
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Þórunn Friðriksdóttir · Njarðvík
Una Rós Unnarsdóttir · Grindavík


Árni Þór Hilmarsson · þjálfari
Hallgrímur Brynjólfsson · aðstoðarþjálfari
Anna Urban · sjúkraþjálfari
Sara Pálmadóttir · fararstjóri
Aðalsteinn Hjartarson · FIBA dómari Íslands á mótinu