1. deild karla

Bjarni Rúnar og Kolbeinn Fannar framlengja á Akureyri

09.ágú.2018  10:02 Oli@karfan.is

Þórsarar eru nú á fullu að safna liði fyrir komandi leiktíð í 1. deild karla. Í gærkvöldi skrifaði Bjarni Rúnar Lárusson undir samning við Þór ásamt Kolbeini Fannari Gíslasyni. 


Bjarni Rúnar, sem er 28 ára gamall framherji, gekk til liðs við Þór fyrir tímabilið 2015-2016. Hann var hluti af liði Þór Ak sem sigraði fyrstu deildina það tímabil og hefur leikið með liðinu í deild þeirra bestu síðan. Bjarni var í nokkuð stóru hlutverki hjá Þór á nýliðnu tímabili og var með 6,6 stig 3 fráköst og 1,5 stoðsending. Við sama tækifæri framlengdi Kolbeinn Fannar Gíslason samning sinn við Þór. Kolbeinn er hluti af sterkum 2001 árgangi Þórs, sem hafa unnið marga titla í yngri flokkum. Þá á Kolbeinn fjölmarga landsleiki að baki með U15 og U16. Kolbeinn skrifaði undir sinn fyrsta samning á haustdögum 2017 sem nú framlengist. 

 

Lárus Jónsson þjálfari Þórs segir í tilkynningu Þórs eftirfarandi: . ,,Kolbeinn er góđ blanda af dugnađarforki og íþróttamanni. Bjarni Rúnar er leikmađur, sem allir vilja hafa í sínu liđi þar sem hann setur liđiđ ofar eigin hagsmunum. Bjarni Rúnar verđur límiđ í liđinu ì vetur” sagði Lárus Jónsson. Fyrr í sumar höfðu Ingvi Rafn, Baldur Örn og Júlíus Orri framlengt samninga sína við Þór auk þess sem búið var að semja við Larry Thomas og Damir Miljic.