Dominos deild kvenna:

Auður, Sólrún og Jóhanna í Stjörnuna

24.jún.2018  16:23 davideldur@karfan.is

7 leikmenn skrifuðu undir í Mathúsi Garðabæjar í dag

 

Stjarnan styrkti sig heldur betur í dag fyrir komandi átök í Dominos deild kvenna. Gerði félagið samninga við sjö leikmenn. Erlendur leikmaður þeirra frá því í fyrra, Dani Rodriguez, verður áfram með þeim á næsta tímabili. Þá gerði félagið samninga við þær Jóhönnu Björk Sveinsdóttur, Auði Írisi Ólafsdóttur, Aldísi Ernu Pálsdóttur, Sólrúnu Sæmundsdóttur, Sunnu Margréti Eyjólfsdóttur og Jenný Harðardóttur um að gera slíkt hið sama.

 

Viðtöl eru væntanleg inn á Körfuna með kvöldinu.