NBA:

Warriors vörðu titilinn

09.jún.2018  11:06 davideldur@karfan.is

Kevin Durant aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslita

 

Golden State Warriors sigruðu í nótt lið Cleveland Cavaliers í fjórða skiptið í úrslitum NBA deildarinnar. Með sigrinum tókst Warriors því að sigra einvígið 4-0 og þar með verja meistaratitil sinn frá því á síðasta tímabili, en liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum meistaratitlum deildarinnar.

 

Leikinn í nótt sigruðu Warriors með 108 stigum gegn 85 Cavaliers. Fyrir þá var það bakvörðurinn Stephen Curry sem var atkvæðamestur með 37 stig á meðan að LeBron James dróg vagninn fyrir heimamenn með 23 stigum, 7 fráköstum og 8 fráköstum.

 

Leikmaður Warriors, Kevin Durant, valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, líkt og á síðasta tímabili, en þau verðlaun eru kennd við Bill Russell.

 

Tölfræði leiks

 

Það helsta úr leiknum: