1. deild karla:

Larry Thomas með Þór Akureyri

20.maí.2018  14:25 davideldur@karfan.is

 

Þór Akureyri hefur samið við bandaríska bakvörðinn Larry Thomas og mun hann spila með Þór í 1. deildinni á komandi leiktíð.

 


 Larry sem er 24 ára gamall lék síðast með Hamri í Hveragerði í 1. deildinni. Larry spilaði 30 leiki með liðinu og í þeim leikjum skoraði hann 20 stig að meðaltali og tók 7 fráköst og var með 4 stoðsendingar.  Spilatími kappans var um 20 mínútur í leik en Hamar tefldi fram tveimur bandarískum leikmönnum í vetur sem skiptu spilatímanum bróðurlega á milli sín.  

Lárus Jónsson þjálfari Þórs kveðst vera mjög ánægður með að Larry muni spila með liðinu næsta tímabil. ,,Larry stóð sig vel hjá Hamri í fyrra, spilar góða vörn og gerir liðsfélagana betri. Auk þess þá fer gott orð af honum sem persónu og hann er mögnuð skytta“ sagði Lárus í stuttu spjalli við heimasíðu Þórs