1. deild karla:

Hamar í úrslit eftir sigur á Snæfell

23.mar.2018  22:16 davideldur@karfan.is

Hamar 104 - 98 Snæfell

 

Hamar tók á móti Snæfell í þriðja leik í úrslitakeppni 1. Deildar í kvöld. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og voru gestirnir úr Hólminum mun grimmari í öllum sínum aðgerðum framan að leik. 

 

 

 

Strax um miðjan fyrsta leikhluta var Snæfell komið með sjö stiga forustu (9:16) og litu mun betur út í öllum sínum aðgerðum. Um miðjan annan leikhluta leit síðan mesti munur leiksins ljós þegar gestirnir komust sextán stigum yfir (32:48) og allt leit út fyrir að kvöldið yrði lengi að líða fyrir heimamenn. Þá komu kaflaskipti í leiknum og á fjórum mínútum minnka heimamenn muninn niður í tvö stig (49:51) og Frystikistan engan vegin góður staður til að kæla nokkurn hlut.

 

Liðin mætu síðan bæði tilbúin að því virtist til seinni hálfleiks eða þar til fjórar mínútur lifðu af þriðja leikhluta að Snæfell komst átta stigum yfir (60:68) og nú fór að fara um stuðningsmenn heimastráka. Snæfell hélt síðan forustunni í leiknum og útlitið ekki gott í Blómabænum, þegar sex mínútur lifðu leiks ná Hamar að jafna (87:87) og allt brjálað á pöllunum.

 

Snæfell nær aftur forustunni en blómadrengirnir með ís í æðum létu það slá sig út af laginu, enda í þekktum tónlistabæ, og leikurinn hélst jafn allt þar til í lokinn að Hamar kemst fjórum stigum yfir og Snæfell þarf að fara að brjóta til að stoppa klukkuna. Hamar vann síðan með sex stigum (104:98) og komnir í úrslita einvígið annað árið í röð. Breiðablik bíður síðan handan við hornið og víst að þar verður hart tekist á.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun, mynd / Daði Steinn Arnarsson