Umfjöllun og myndasafn:

Kristen kláraði Val á útivelli

22.mar.2018  00:00 Oli@karfan.is

Valsarar fóru langt með að tapa öðru sæti Dominos deildarinnar til Keflavíkur eftir nokkuð óvænt tap gegn Snæfell í Valshöllinni í kvöld. Leikurinn var í næst síðustu umferð deildarinnar og er óhætt að segja að mikil spenna hafi verið í húsinu. 

 

Snæfell mætti sterkt til leiks og hafði forystuna í byrjun. Valsarar gripu þó í bílstjórasætið um miðjan annan leikhluta og gáfu forystuna seint frá sér. 

 

Munurinn var mestur 12 stig Val í vil og leiddu heimakonur með í og um 10 stig allan þriðja leikhluta. Hólmarar nálguðust þó óðfluga í lokafjórðungnum og úr varð ótrúlegar lokamínútur þar sem liðin voru hnífjöfn. 

 

Kristen McCarthy tók hinsvegar leikinn yfir síðustu mínútuna þar sem hún setti fimm stig og stal einum bolta til að sækja sigur fyrir Snæfell. Lokastaðan var 58-59 fyrir Snæfell og fara hólmarar því með nokkuð óvæntan sigur heim. 

 

Valsarar tapa þar með Keflavík fram úr sér í annað sæti og þar með heimaleikjaréttinum í einvígi liðanna í undanúrslitunum. Liðið þarf nú að vinna sinn síðasta leik og vona að Keflavík tapi til að nái öðru sætinu. Snæfell aftur á móti hefur misst af úrslitakeppni og hefur einungis að sjötta sætinu að keppa. 

 

Myndasafn (Torfi Magnússon)

 

 

Valur-Snæfell 58-59 (10-9, 23-19, 17-12, 8-19)

Valur: Aalyah Whiteside 20/14 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 15/13 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5/6 fráköst/6 stođsendingar, Ragnheiđur Benónísdóttir 3/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 2/6 fráköst/5 stođsendingar, Regína Ösp Guđmundsdóttir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Ásta Júlía Grímsdóttir 0/9 fráköst. 


Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/14 fráköst/7 stođsendingar/6 stolnir, Alda Leif Jónsdóttir 11, Berglind Gunnarsdóttir 7, Rebekka Rán Karlsdóttir 7, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2/6 fráköst/3 varin skot, Andrea Bjort Olafsdottir 2, Sara Diljá Sigurđardóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0.