Leikir dagsins:

Er eitthvað eftir hjá Njarðvík?

22.mar.2018  06:22 davideldur@karfan.is

8 liða úrslit Dominos deildar karla

 

Tveir leikir eru í kvöld í 8 liða úrslitum Dominos deildar karla og einn í úrslitakeppni 1. deildar karla.

 

Íslandsmeistarar KR taka á móti Njarðvík, en staðan er 2-0 í einvíginu. Geta KR-ingar því lokað 8 liða úrslitunum með sigri í kvöld og sent Njarðvík í sumarfrí.

 

Í hinni viðureigninni eigast við ÍR og Stjarnan. Liðin skipst á sigrum í fyrstu tveimur leikjunum, sem báðir voru nokkuð jafnir þó. ÍR sigraði fyrsta leikinn með 6 stigum áður en Stjarnan náði í 7 stiga sigur í síðasta leik.

 

Í 1. deild karla getur Breiðablik unnið þriðja leik sinn gegn Vestra í umspilinu um sæti í Dominos deildinni. Þar með sent Vestra í sumarfrí. Breiðablik mun, ef þeir sigra í kvöld, mæta annað hvort Hamri eða Snæfell í einvígi um sæti í deild þeirra bestu.

 

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla - 8 liða úrslit:

 

KR Njarðvík - kl. 19:15 

(KR leiðir einvígið 2-0)

 

ÍR Stjarnan - kl. 19:15
(Einvígið er jafnt 1-1)

 

 

1. deild karla - Undanúrslit:

 

Breiðablik Vestri - kl. 19:15
(Breiðablik leiðir einvígið 2-0)