Leikir dagsins:

Komast Haukar og Tindastóll í 2-0?

20.mar.2018  06:23 Oli@karfan.is

Veislan heldur áfram í kvöld þegar leikir tvö í átta liða úrslitum Dominos deildar karla fara fram. Tveir leikir fóru fram í gær og seinni tveir fara fram í kvöld. 

 
Í Keflavík eru deildarmeistarar Hauka í heimsókn. Haukar unnu fyrsta leikinn nokkuð sannfærandi og því undir Keflavík komið að ná að jafna einvígið á sínum heimavelli. Aftur á móti hafa Haukar gert vel í Keflavík síðustu misseri. Liðið í áttunda sæti deildarkeppninnar hefur ekki unnið leik í átta liða úrslitum síðan árið 2011 og því fróðlegt að sjá hvað Keflavík gerir. 
 
Grindavík koma væntanlega bandvitlausir til leiks á sínum heimavelli þegar Tindastóll mætir í heimsókn. Tindastóll vann fyrsta leik liðanna eftir framlengdan leik þar sem Grindavíkingum leið eins og þeir hefðu hent sigrinum frá sér í venjulegum leiktíma. Bikarmeistararnir eiga samt nokkuð inni frá þeim leik og því ansi líklegt að um skemmtilegan leik verði að ræða í Grindavík í kvöld. 
 
 
Fjallað verður um leiki kvöldsins á Karfan.is í kvöld. 
 

Leikir dagsins: 

 

Dominos deildar karla - Átta liða úrslit:

 

Keflavík - Haukar - kl. 19:15 (í beinni á Stöð 2 Sport) - Staðan í einvíginu er Keflavík 0-1 Haukar

Grindavík - Tindastóll - kl. 19:15 (í beinni á Stöð 2 Sport 2) - Staðan í einvíginu er Grindavík 0-1 Tindastóll 
 

1. deild kvenna:

 

Ármann - Hamar - kl. 20:15