Dominos deild karla:

Þorsteinn: Fílum að setja sokk uppí menn

16.mar.2018  08:30 Oli@karfan.is

Leikmaður Grindavíkur fyrir fyrsta leik úrslitakeppninnar

Í kvöld mætast Tindastóll og Grindavík í fyrsta leik 8 liða úrslita Dominos deildarinnar.

 

Eftir deildarkeppnina endaði Tindastóll í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig auk þess sem liðið varð bikarmeistari fyrr á tímabilinu. En Grindavík var í sjötta sæti deildarinnar með 26 stig og olli liðið nokkrum vonbrigðum. 

 

Liðin hafa mættust í tvö skipti í vetur í deildinni. Tindastóll vann báða leiki liðanna í deildinni, þann fyrri í Grindavík með sjö stigum en þann seinni á Sauðárkróki með átta stigum. 

 

Karfan spjallaði við leikmann Grindavíkur, Þorstein Finnbogason um einvígið, muninn á þessu tímabili og því síðasta og hvernig væri að spila á Sauðárkróki.