Úrslit næturinnar:

San Antonio hrynja niður töfluna

13.mar.2018  11:19 davideldur@karfan.is

 

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Í Houston sigruðu heimamenn í Rockets lið San Antonio Spurs. Líkt og oft áður var það verðandi vermætasti leikmaður deildarinnar James Harden sem dróg vagninn fyrir topplið Rockets með 28 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum.

 

Tapið fyrirsjáanlegt fyrir Spurs, sem eiga eitt erfiðasta leikjaprógram deildarinnar þennan lokasprett, en þeir eru sem stendur í 10. sæti Vesturstrandarinnar.

 

Staðan í deildinni

 

 

 

Úrslit næturinnar:

San Antonio Spurs 93 - 109 Houston Rockets

Milwaukee Bucks 121 - 103 Memphis Grizzlies

Sacramento Kings 101 - 106 Oklahoma City Thunder

Miami Heat 99 - 115 Portland Trail Blazers