Úrslit næturinnar:

Missa Spurs af úrslitakeppninni í fyrsta skipti síðan 1998?

11.mar.2018  11:16 davideldur@karfan.is

Grizzlies búnir að tapa 17 í röð

 

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Í American Airlines Center í Dallas lögðu heimamenn Memphis Grizzlies í botnslag Vesturstrandarinnar. Grizzlies nú búnir að tapa 17 leikjum í röð og sem stendur með versta sigurhlutfall allra þrjátíu liða deildarinnar.

 

Baráttan í Vesturströndinni sérstaklega jöfn þetta árið. Í kringum 15 leikir eftir af tímabilinu hjá flestum liðum og ennþá skilja aðeins tveir sigurleikir liðið í 4. sæti deildrinnar og það sem er í 10. Sigurleikur Oklahoma City Thunder á San Antonio Spurs því afar mikilvægur, en bæði eru liðin í þessari baráttu. 

 

Spurs þetta tímabilið mögulega ekki einungis að sætta sig við að vinna færri en 50 leiki í fyrsta skipti í 18 ár, heldur eru þeir einnig komnir í mikla hættu á að missa af úrslitakeppninni í fyrsta skipti síðan árið 1998.

 

Staðan í deildinni

 

 

 

Úrslit næturinnar:

Phoenix Suns 115 - 122 Charlotte Hornets

Washington Wizards 102 - 129 Miami Heat

Memphis Grizzlies 80 - 114 Dallas Mavericks

San Antonio Spurs 94 - 104 Oklahoma City Thunder

Orlando Magic 105 - 113 LA Clippers