Dominos deild karla:

Lykill: Haukur Óskarsson

11.mar.2018  11:47 davideldur@karfan.is

 

Lykilleikmaður lokaumferðar Dominos deildar karla var leikmaður Hauka, Haukur Óskarsson. Í sigri hans manna á Val, sem tryggði liðinu deildarmeistaratitilinn, skoraði Haukur 12 stig, tók 10 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum. Haukur einkar skilvirkur í leiknum, en í heildina skilaði hann 21 framlagsstigi í leiknum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður ÍR, Ryan Taylor, leikmaður Grindavíkur, Dagur Kár Jónsson og leikmaður KR, Kristófer Acox.