Umfjöllun, myndir og viðtöl:

Frábær sigur Skallagríms gegn Val

11.mar.2018  22:14 Oli@karfan.is

Borgnesingar halda enn í vonina um úrslitakeppni

 

Skallagrímur tók á móti Val í Fjósinu í kvöld. Leikurinn var í járnum mest allan leikinn en Skallagrímur voru grimmari á lokasprettinum og lönduðu frábærum sigri, 83-75.

 

Fjósið

 

Molar fyrir leik.

 

Dómarar leiksins voru þeir Kristinn Óskarsson, Eggert Þór og Jóhannes Páll.

 

Skallagrímur í harðri baráttu um úrslitar keppnis sæti. Eru með 22 stig í 5 sæti deildarinnar. Valur var fyrir leik í öðru sæti deildarinnar með 34 stig.

 

Helena Björg, Gugga og Fanney Þorkels voru mættar í stúkuna.

 

Amelía sá um að kynnar leikmenn liðanna. 

 

Gunnhildur Lind kom beint úr fermingu í leik. Var ennþá í fermingarsokkunum.

 

Byrrjunarlið Skallagríms: Carmen-Sigrún-Jóhanna-Bríet-Jeanne.

Byrjunarlið Vals: Guðbjörg-Hallveig-Dagbjört S-Whiteside-Bergþóra.

 

1.leikhluti.

 

Jafnræði var heldur betur orðið. Liðin voru að skiptast á að stoppa og skora. Bæði lið spiluðu fínustu vörn og var mikil barátta. Hallveig Jóns leiddi sitt lið áfram með 9 snöggum stigum en Skallagrímur komst yfir undir lok leikhlutans, 19-18.

 

 

2.leikhluti.

 

Skallagrímur tók völdin í byrjun leikhlutans og náðu mest níu stiga forystu. Varnarleikurinn hjá þeim var glimrandi og með smá heppni hefðu þær náð stærra forskoti. En Vals konur komu grimmar til baka og minnkuðu muninn fyrir hálfleik, 43-40.

 

 

3.leikhluti.

 

Varnarleikur og barátta var aðalsmerki hlutans. Alls fór hann 14-10 fyrir Skallagrím. Skallagrímur náðu mest 10 stiga forystu en Valur náði að koma til baka og staðan fyrir síðasta leikhlutan 57-50.

 

 

4.leikhluti.

 

Valur var ekki lengi að jafna og komast yfir. 61-62. En þá kom Carmen og Jóhanna með 12-0 kafla og staðan vænleg fyrir Skallagrím. Whiteside fór þá að komast inn í leikinn og reyndi hún að draga sínar dömur áfram. Whiteside endaði með 13 stig í leikhlutanum en það dugði ekki. Skallagrímur klárði þennan leik, þennan risa stóra leik, 83-75.

 

 Skallagrímur náði að spila vel nánast allan leikinn. Varnarleikurinn hjá þeim var flottur og spilaði Jóhanna fantavörn á Whiteside. Carmen var í cher flokki í kvöld. Hún byrjaði leikinn á að koma fleiri leikmönnum í gang og svo þegar að á þurfti, skoraði hún eða fiskaði villu. Heiðrún og Jóhanna voru flottar og Sigrún skoraði mikilvægar körfur þegar Valur virtist vera að minnka bilið.

 

Valur náði ekki alveg að komast í almennilegan gír. Þær náðu stemmingu upp hér og þar en náðu ekki að halda því út leikinn. Hallveig spilaði vel í kvöld og hefði, að mér finnst, átt að fá fleiri tækinfæri á að skjóta eða að keyra á körfuna. Whiteside sýndi ekki mikið í fyrri hálfleik en hún steig upp í 4.leikhluta. Vantaði meira jafnvægi í sóknarleik liðsins, fannst undirituðum.

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ómar Örn)

 

Viðtal eftir leik:

 

 

Umfjöllun og viðtal: Hafþór Ingi Gunnarsson

Myndasafn: Ómar Örn Ragnarsson